Íslenski boltinn

Sigurbjörn tekinn við Grindavík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurbjörn við undirskrift í dag.
Sigurbjörn við undirskrift í dag. mynd/grindavík
Knattspyrnudeild Grindavíkur tilkynnti í dag að félagið væri búið að ráða Sigurbjörn Hreiðarsson sem þjálfara félagsins.

Hann tekur við starfinu af Srdjan Tufegdzic sem fyrr í dag var einmitt ráðinn aðstoðarþjálfari Vals. Þeir skipta því um störf en Sigurbjörn var aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar síðustu ár.

Ólafur Brynjólfsson mun vera aðstoðarmaður Sigurbjörns en þeir eru gamlir félagar úr Vali. Þetta verður fyrsta aðalþjálfarastarf Sigurbjörns sem spilaði yfir 300 leiki fyrir Val á sínum tíma og var lengi fyrirliði liðsins.

Grindavík féll úr Pepsi Max-deildinni í sumar og það verður hlutverk nýja þjálfarans að koma Grindavík upp aftur í deild þeirra bestu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×