Lögreglumaður afhenti ofbeldismanni upplýsingar um fórnarlamb Sylvía Hall skrifar 14. október 2019 18:52 Saksóknari í málinu sagði að um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Vísir/Getty Ástralskur lögregluþjónn var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í gagnagrunn lögreglu og sótt upplýsingar um fórnarlamb heimilisofbeldis. Upplýsingarnar veitti hann árásarmanni konunnar og fyrrverandi kærasta, sem var jafnframt æskuvinur hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að atvikið átti sér stað fyrir fimm árum síðan. Lögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Neil Punchard. Punchard náði í upplýsingar um heimilisfang konunnar og sendi þær á manninn. Í kjölfarið sendi hann honum smáskilaboð þar sem hann sagði: „Segðu bara við hana að þú vitir hvar hún eigi heima og láttu þar við liggja. Lol.“ Í vitnaskýrslu sagðist konan hafa upplifað mikla streitu og kvíða vegna málsins og hún lifi við þjáningar á hverjum degi. Lögreglumenn eigi að vernda hana en hafi í staðinn gert hið andstæða. „Sú staðreynd að þetta var ekkert slys, heldur vísvitandi, og þetta var útsmogið, það hefur gert þetta allt sársaukafyllra. Sama hvað ég geri, ég get ekki upplifað mig örugga.“ Málið kom fyrir dómstóla í kjölfar margra ára baráttu brotaþolans en hún leitaði fyrst til lögreglu fyrir þremur árum síðan. Atvikið átti sér stað í miðjum skilnaði hennar og árásarmannsins og hafði lögreglumaðurinn ekki áhyggjur af afleiðingum málsins því hann gæti einfaldlega „notað nafnið sitt“ og reddað manninum ef einhverjar kvartanir kæmu upp. Punchard hafnar því að hafa vitað að um ofbeldissamband væri að ræða en saksóknari í málinu sagði að það skipti engu þar sem um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Í dag er í gildi nálgunarbann og má árásarmaðurinn hvorki eiga í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína né börn þeirra. Ástralía Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Ástralskur lögregluþjónn var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í gagnagrunn lögreglu og sótt upplýsingar um fórnarlamb heimilisofbeldis. Upplýsingarnar veitti hann árásarmanni konunnar og fyrrverandi kærasta, sem var jafnframt æskuvinur hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að atvikið átti sér stað fyrir fimm árum síðan. Lögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Neil Punchard. Punchard náði í upplýsingar um heimilisfang konunnar og sendi þær á manninn. Í kjölfarið sendi hann honum smáskilaboð þar sem hann sagði: „Segðu bara við hana að þú vitir hvar hún eigi heima og láttu þar við liggja. Lol.“ Í vitnaskýrslu sagðist konan hafa upplifað mikla streitu og kvíða vegna málsins og hún lifi við þjáningar á hverjum degi. Lögreglumenn eigi að vernda hana en hafi í staðinn gert hið andstæða. „Sú staðreynd að þetta var ekkert slys, heldur vísvitandi, og þetta var útsmogið, það hefur gert þetta allt sársaukafyllra. Sama hvað ég geri, ég get ekki upplifað mig örugga.“ Málið kom fyrir dómstóla í kjölfar margra ára baráttu brotaþolans en hún leitaði fyrst til lögreglu fyrir þremur árum síðan. Atvikið átti sér stað í miðjum skilnaði hennar og árásarmannsins og hafði lögreglumaðurinn ekki áhyggjur af afleiðingum málsins því hann gæti einfaldlega „notað nafnið sitt“ og reddað manninum ef einhverjar kvartanir kæmu upp. Punchard hafnar því að hafa vitað að um ofbeldissamband væri að ræða en saksóknari í málinu sagði að það skipti engu þar sem um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Í dag er í gildi nálgunarbann og má árásarmaðurinn hvorki eiga í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína né börn þeirra.
Ástralía Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira