Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2019 18:45 Stjórnarhermenn í bænum Til Temir í dag. AP/Baderkhan Ahmad Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásarinnar í Sýrland. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, brást við á blaðamannafundi og sagði að andstaða við innrásina byggðist á misskilningi. Fundir með leiðtogum Breta og Þjóðverja hafi sýnt að lítill skilningur væri á málstað Tyrkja, en Tyrkir álíta hersveitir Kúrda hryðjuverkasamtök. „Við erum Atlantshafsbandalagsríki. Vinsamlegast hafið í huga að þessi ríki eru það líka. Ég vek athygli á fimmtu grein NATO-samningsins [um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Nú stöndum við frammi fyrir þrýstingi og árásum hryðjuverkasamtaka. Með hverjum ættu þessi ríki að standa ef við tökum tillit til fimmtu greinarinnar? Þau ættu að standa með okkur,“ sagði Erdogan.Stjórnarherinn mættur Bærinn Til Temir er á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, stutt frá landamærunum að Tyrklandi. Tugir hafa verið fluttir á sjúkrahús í bænum eftir árásir tyrkneska hesrins undanfarna daga. Í dag sýndu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar frá því að nú væri stjórnarherinn kominn á vettvang í Til Temir. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem stjórnarherinn lætur sjá sig á þessum stað. Á þeim tíma ákvað Bashar al-Assad forseti að leyfa Kúrdum að halda svæðinu og var herinn sendur að berjast við uppreisnarmenn á öðrum svæðum. Kúrdar og Assad-stjórnin komust að samkomulagi í gærkvöldi. Bandalagið markar ákveðin kaflaskil fyrir hersveitir Kúrda, sem börðust áður með Bandaríkjunum gegn Íslamska ríkinu. Eftir að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrás Tyrkja, hafa Kúrdar nú snúið sér til Assads, sem hefur svo sjálfur notið stuðnings Rússa. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásarinnar í Sýrland. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, brást við á blaðamannafundi og sagði að andstaða við innrásina byggðist á misskilningi. Fundir með leiðtogum Breta og Þjóðverja hafi sýnt að lítill skilningur væri á málstað Tyrkja, en Tyrkir álíta hersveitir Kúrda hryðjuverkasamtök. „Við erum Atlantshafsbandalagsríki. Vinsamlegast hafið í huga að þessi ríki eru það líka. Ég vek athygli á fimmtu grein NATO-samningsins [um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Nú stöndum við frammi fyrir þrýstingi og árásum hryðjuverkasamtaka. Með hverjum ættu þessi ríki að standa ef við tökum tillit til fimmtu greinarinnar? Þau ættu að standa með okkur,“ sagði Erdogan.Stjórnarherinn mættur Bærinn Til Temir er á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, stutt frá landamærunum að Tyrklandi. Tugir hafa verið fluttir á sjúkrahús í bænum eftir árásir tyrkneska hesrins undanfarna daga. Í dag sýndu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar frá því að nú væri stjórnarherinn kominn á vettvang í Til Temir. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem stjórnarherinn lætur sjá sig á þessum stað. Á þeim tíma ákvað Bashar al-Assad forseti að leyfa Kúrdum að halda svæðinu og var herinn sendur að berjast við uppreisnarmenn á öðrum svæðum. Kúrdar og Assad-stjórnin komust að samkomulagi í gærkvöldi. Bandalagið markar ákveðin kaflaskil fyrir hersveitir Kúrda, sem börðust áður með Bandaríkjunum gegn Íslamska ríkinu. Eftir að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrás Tyrkja, hafa Kúrdar nú snúið sér til Assads, sem hefur svo sjálfur notið stuðnings Rússa.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira