Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 12:14 Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir. Mynd/Skjáskot Samfélagsmiðillinn Facebook hefur lokað fjórum síðum á vegum bandaríska samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. Þá hafa Apple og Spotify fjarlægt hlaðvarpsþætti Jones af veitum sínum. Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. Síður hans, Alex Jones Channel, Alex Jones, InfoWars og Infowars Nightly News hafa nú allar verið fjarlægðar á grundvelli „endurtekinna brota“ á reglum miðilsins, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Facebook. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Í yfirlýsingu segir að síðurnar hafi verið bannaðar vegna þess að inn á þær hafi verið hlaðið efni sem gerði ofbeldi hátt undir höfði og byggði á hatursorðræðu í garð transfólks, múslima og innflytjenda. Sérstaklega var þó tekið fram að síðunum hafi ekki verið lokað vegna samsæriskenninga sem Jones hefur dreift á síðum sínum. Samsæriskenningarnar hverfast m.a. um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Skömmu áður en Facebook tilkynnti um áðurnefndar aðgerðir fjarlægðu bæði Apple og Spotify nær allt efni úr smiðju Jones af hlaðvarpsveitum sínum. Enn er þó hægt að nálgast nokkra þætti Jones á báðum veitum. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn InfoWars og er, eins og áður sagði, einna þekktastur fyrir samsæriskenningar sínar. Foreldrar barna sem skotin voru til bana í áðurnefndri Sandy Hook-skotárás lögsóttu Jones fyrir ærumeiðingar fyrr á árinu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að árásin, sem og önnur fjöldamorð í Bandaríkjunum, hafi verið sviðsett. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Facebook Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Samfélagsmiðlar Spotify Apple Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook hefur lokað fjórum síðum á vegum bandaríska samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. Þá hafa Apple og Spotify fjarlægt hlaðvarpsþætti Jones af veitum sínum. Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. Síður hans, Alex Jones Channel, Alex Jones, InfoWars og Infowars Nightly News hafa nú allar verið fjarlægðar á grundvelli „endurtekinna brota“ á reglum miðilsins, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Facebook. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Í yfirlýsingu segir að síðurnar hafi verið bannaðar vegna þess að inn á þær hafi verið hlaðið efni sem gerði ofbeldi hátt undir höfði og byggði á hatursorðræðu í garð transfólks, múslima og innflytjenda. Sérstaklega var þó tekið fram að síðunum hafi ekki verið lokað vegna samsæriskenninga sem Jones hefur dreift á síðum sínum. Samsæriskenningarnar hverfast m.a. um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Skömmu áður en Facebook tilkynnti um áðurnefndar aðgerðir fjarlægðu bæði Apple og Spotify nær allt efni úr smiðju Jones af hlaðvarpsveitum sínum. Enn er þó hægt að nálgast nokkra þætti Jones á báðum veitum. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn InfoWars og er, eins og áður sagði, einna þekktastur fyrir samsæriskenningar sínar. Foreldrar barna sem skotin voru til bana í áðurnefndri Sandy Hook-skotárás lögsóttu Jones fyrir ærumeiðingar fyrr á árinu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að árásin, sem og önnur fjöldamorð í Bandaríkjunum, hafi verið sviðsett.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Facebook Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Samfélagsmiðlar Spotify Apple Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39