Hvirfilbylur varð tveimur að bana Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 19:21 Skemmdir eftir að hvirfilbylur reið yfir Oklahoma. getty/J Pat Carter Minnst tveir eru látnir eftir að hvirfilvindur reið yfir El Reno borg í Oklahoma ríki í Bandaríkjunum. Hann reif upp hótel og olli miklum skemmdum í hjólhýsagarði segir í tilkynningu frá yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvirfilvindurinn reið yfir suð-austurhluta borgarinnar á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma. Matt White, borgarstjóri El Reno sagði að nokkrir einstaklingar væru á sjúkrahúsi í aðhlynningu og að björgunaraðgerðir væru enn í gangi. Hann lýsti skemmdunum eftir hvirfilvindinn sem „frekar átakanlegum.“Á blaðamannafundi á laugardag hvatti White fólk til að halda sig frá svæðinu, þar sem húsnæði fyrirtækja höfðu skemmst. Hann sagði að yfirvöld myndu birta frekari upplýsingar um hverjir hefðu látið lífið eftir að nánustu ættingjar verði látnir vita. Hann gaf ekki upp nánari upplýsingar um það hve margir hefðu særst, en sagði að „einhverjir væru alvarlega særðir.“ „El Reno hefur orðið fyrir miklum áföllum síðustu tvær vikurnar vegna mikilla flóða,“ bætti White við, þegar hann hvatti fólk til að biðja fyrir þeim sem hefðu orðið fyrir áfalli. Varað hefur verið ofsaveðri á nokkrum svæðum í Oklahoma. Atvikið í gær fylgir vikulöngum hvirfilbyljum, ofsafengnu regni og flóðum í suður ríkjunum og mið-vestur ríkjunum. Öfgaveðrið hefur orðið minnst níu manns að bana á svæðinu. Richard Stevens, lögreglustjóri í El Reno sagði atburði laugardagskvöldsins hafa „verið óheppilegt dæmi um það hversu hratt svona stormar geta þróast úr einföldu þrumuveðri yfir í hvirfilbyli sem geti valdið dauðsföllum.“ Sérfræðingar frá ríkisveðurstöðinni hafa flokkað hvirfilbylinn sem EF2 á Fujita skalanum, sem þýðir að vindhraðinn hafi verið að minnsta kosti 178 km/klst.Surveying tornado damage in El Reno. At least EF2 damage found so far. Survey continues. pic.twitter.com/jcfC9Cjw0l— NWS Norman (@NWSNorman) May 26, 2019 Bandaríkin Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Minnst tveir eru látnir eftir að hvirfilvindur reið yfir El Reno borg í Oklahoma ríki í Bandaríkjunum. Hann reif upp hótel og olli miklum skemmdum í hjólhýsagarði segir í tilkynningu frá yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvirfilvindurinn reið yfir suð-austurhluta borgarinnar á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma. Matt White, borgarstjóri El Reno sagði að nokkrir einstaklingar væru á sjúkrahúsi í aðhlynningu og að björgunaraðgerðir væru enn í gangi. Hann lýsti skemmdunum eftir hvirfilvindinn sem „frekar átakanlegum.“Á blaðamannafundi á laugardag hvatti White fólk til að halda sig frá svæðinu, þar sem húsnæði fyrirtækja höfðu skemmst. Hann sagði að yfirvöld myndu birta frekari upplýsingar um hverjir hefðu látið lífið eftir að nánustu ættingjar verði látnir vita. Hann gaf ekki upp nánari upplýsingar um það hve margir hefðu særst, en sagði að „einhverjir væru alvarlega særðir.“ „El Reno hefur orðið fyrir miklum áföllum síðustu tvær vikurnar vegna mikilla flóða,“ bætti White við, þegar hann hvatti fólk til að biðja fyrir þeim sem hefðu orðið fyrir áfalli. Varað hefur verið ofsaveðri á nokkrum svæðum í Oklahoma. Atvikið í gær fylgir vikulöngum hvirfilbyljum, ofsafengnu regni og flóðum í suður ríkjunum og mið-vestur ríkjunum. Öfgaveðrið hefur orðið minnst níu manns að bana á svæðinu. Richard Stevens, lögreglustjóri í El Reno sagði atburði laugardagskvöldsins hafa „verið óheppilegt dæmi um það hversu hratt svona stormar geta þróast úr einföldu þrumuveðri yfir í hvirfilbyli sem geti valdið dauðsföllum.“ Sérfræðingar frá ríkisveðurstöðinni hafa flokkað hvirfilbylinn sem EF2 á Fujita skalanum, sem þýðir að vindhraðinn hafi verið að minnsta kosti 178 km/klst.Surveying tornado damage in El Reno. At least EF2 damage found so far. Survey continues. pic.twitter.com/jcfC9Cjw0l— NWS Norman (@NWSNorman) May 26, 2019
Bandaríkin Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira