Óttast um öryggi sitt og spilar ekki með Arsenal í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 11:15 Henrikh Mkhitaryan. Getty/Matteo Ciambelli Arsenal verður án Henrikh Mkhitaryan á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi. Henrikh Mkhitaryan er þó hvorki meiddur eða í leikbanni. Henrikh Mkhitaryan er Armeni en úrslitaleikurinn fer fram í nágrannaríkinu Aserbaísjan. Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.Arsenal’s Henrikh Mkhitaryan to miss Europa League final over safety fears https://t.co/7AstqP7H9L — Guardian sport (@guardian_sport) May 21, 2019Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Það verður ekki breyting á þeirri venju hans þótt að um úrslitaleik sé að ræða. Mkhitaryan hefur tekið þá ákvörðun að spila ekki leikinn þar sem að hann óttast um öryggi sitt á leikvanginum í Bakú. Henrikh Mkhitaryan tjáði sig um þessa ákvörðun sína inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann segist hafa hugsað lengi um þetta en hafi á endanum þurft að taka mjög erfiða ákvörðun. „Það er mjög sárt að missa af leik sem þessum enda leikur sem maður spilar ekki oft á ferlinum,“ sagði Henrikh Mkhitaryan meðal annars.Having considered all the current options, we had to take the tough decision for me not to travel with the squad to the #UEL Final against #Chelsea [...] pic.twitter.com/3CPrTvLquy — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019[...] It‘s the kind of game that doesn’t come along very often for us players and I must admit, it hurts me a lot to miss it.I will be cheering my teammates on! Let’s bring it home @Arsenal#uel#final#arsenal#chelsea#AFC#COYGpic.twitter.com/gnDA6oyolw — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Arsenal verður án Henrikh Mkhitaryan á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi. Henrikh Mkhitaryan er þó hvorki meiddur eða í leikbanni. Henrikh Mkhitaryan er Armeni en úrslitaleikurinn fer fram í nágrannaríkinu Aserbaísjan. Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.Arsenal’s Henrikh Mkhitaryan to miss Europa League final over safety fears https://t.co/7AstqP7H9L — Guardian sport (@guardian_sport) May 21, 2019Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Það verður ekki breyting á þeirri venju hans þótt að um úrslitaleik sé að ræða. Mkhitaryan hefur tekið þá ákvörðun að spila ekki leikinn þar sem að hann óttast um öryggi sitt á leikvanginum í Bakú. Henrikh Mkhitaryan tjáði sig um þessa ákvörðun sína inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann segist hafa hugsað lengi um þetta en hafi á endanum þurft að taka mjög erfiða ákvörðun. „Það er mjög sárt að missa af leik sem þessum enda leikur sem maður spilar ekki oft á ferlinum,“ sagði Henrikh Mkhitaryan meðal annars.Having considered all the current options, we had to take the tough decision for me not to travel with the squad to the #UEL Final against #Chelsea [...] pic.twitter.com/3CPrTvLquy — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019[...] It‘s the kind of game that doesn’t come along very often for us players and I must admit, it hurts me a lot to miss it.I will be cheering my teammates on! Let’s bring it home @Arsenal#uel#final#arsenal#chelsea#AFC#COYGpic.twitter.com/gnDA6oyolw — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira