Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2019 23:30 Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar beið eftir Donald McGahn í dag. Hann mætti ekki á fund nefndarinnar. Vísir/Getty Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að fá að kjósa um hvort hefja eigi ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á þær fjölmörgu rannsóknir sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að.Þrýstingurinn hefur aukist eftir því sem meiri harka hefur færst í samskipti Hvíta hússins og fulltrúadeildarinnar, sem er undir stjórn demókrata.Trump og ríkisstjórn hans hafa tekið þá stefnu að hunsa allar tilraunir demókrata á Bandaríkjaþingi til að veita forsetanum aðhald með því að krefjast gagna.Auk þess að stefna til að koma í veg fyrir að fjárhagsupplýsingar hans verði birtarhefur Trump bannað embættismönnum sínum að bera vitni fyrir þingnefndum og fjármálaráðherranum að afhenda skattskýrslur hans.Alexandria Ocasio-Cortez er meðal þeirra sem vill fá að greiða atkvæði um það hvort hefja eigi ákæruferlið gegn Donald Trump fyrir embættisbrot.Vísir/EPAÓsátt við hörkuna í Trump Þannig hundsaði Donald McGahn, fyrrverandi lögfræðiráðgjafi Trump í Hvíta húsinu, stefnu dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar og mætti ekki til að svara spurningum nefndarinnar um framburð hans í Mueller-skýrslunni í dag. Forsetinn hafði áður skipað McGahn að mæta ekki.Nafn hans kemur ítrekað fyrir í Mueller-skýrslunni sem Robert Mueller skilaði inn og fjallar um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvort forsetaframboð Trump hafi komið þar nálægt. Í skýrslunni segir að McGahn hafi sagt að Trump hafi ítrekað hringt í hann í júní árið 2017 til þess að segja honum að skipa dómsmálaráðuneytingu til að reka Mueller. McGahn varð ekki við þessari beiðni. Þá segir einnig í skýrslunni að Trump hafi skipað McGahn að draga fréttir af skipunum Trump í efa. Telja ýmsir demókratar að í framburði McGahn leynist sterkar vísbendingar um að Trump hafi reynt að hamla framgangi réttvísinnar og vilja þeir þess vegna spyrja McGahn nánar út í framburð hans.Frjálslyndir demókratar vilja kjósa um ákæruferlið Demókratar á þingi eru því ekki sáttir við að McGahn hafi ekki mætt og þá hörku sem Trump hefur sýnt viðleitni þingmanna til þess að kafa dýpra í Meuller-skýrsluna. Hefur hópur þeirra krafist þess að fá að kjósa um hvort hefja eigi ákæruferlið yfir Trump.„Við þurfum að vinna vinnuna okkar og hefja ákæruferlið,“ Alexandria Ocasio-Cortez á Twitter fyrr í dag.Just as what happens in the House doesn’t control Senate, what happens in the Senate shouldn’t control the House. DoJ outlined ev of 10 criminal instances. Pres is now obstructing legally binding subpoenas. We need to do our job & vote on impeachment. What Sen does is on them. https://t.co/iXJWntDRJ5 — Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) May 21, 2019 Kollegi hennar á þingi og félagi í hópi frjálslyndari þingmanna demókrata tók undir orð hennar.„Hann hefur komið okkur á þann stað að við verðum að hefja ákæruferlið,“ sagði þingmaðurinn Mark Pocan.Pelosi boðar til fundar á morgun Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata, hefur hingað til stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að ákæra forsetann. Í mars sagði hún að það væri ekki þess virði að hefja ákæruferlið þar sem það myndi sundra bandarísku þjóðinni rétt fyrir kosningar sem haldnar verða á næsta ári.Hefur hún boðað þingmenn á fund á morgun þar sem málið verður rætt frekar. Stjórnmálaskýrandi CNN telur ljóst að þolinmæði margra þingmanna í garð Pelosi sé aðþrjóta og æ fleiri háttsettir þingmenn séu að komast á þá skoðunað rétt sé að halda atkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi ákæruferlið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að fá að kjósa um hvort hefja eigi ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á þær fjölmörgu rannsóknir sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að.Þrýstingurinn hefur aukist eftir því sem meiri harka hefur færst í samskipti Hvíta hússins og fulltrúadeildarinnar, sem er undir stjórn demókrata.Trump og ríkisstjórn hans hafa tekið þá stefnu að hunsa allar tilraunir demókrata á Bandaríkjaþingi til að veita forsetanum aðhald með því að krefjast gagna.Auk þess að stefna til að koma í veg fyrir að fjárhagsupplýsingar hans verði birtarhefur Trump bannað embættismönnum sínum að bera vitni fyrir þingnefndum og fjármálaráðherranum að afhenda skattskýrslur hans.Alexandria Ocasio-Cortez er meðal þeirra sem vill fá að greiða atkvæði um það hvort hefja eigi ákæruferlið gegn Donald Trump fyrir embættisbrot.Vísir/EPAÓsátt við hörkuna í Trump Þannig hundsaði Donald McGahn, fyrrverandi lögfræðiráðgjafi Trump í Hvíta húsinu, stefnu dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar og mætti ekki til að svara spurningum nefndarinnar um framburð hans í Mueller-skýrslunni í dag. Forsetinn hafði áður skipað McGahn að mæta ekki.Nafn hans kemur ítrekað fyrir í Mueller-skýrslunni sem Robert Mueller skilaði inn og fjallar um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvort forsetaframboð Trump hafi komið þar nálægt. Í skýrslunni segir að McGahn hafi sagt að Trump hafi ítrekað hringt í hann í júní árið 2017 til þess að segja honum að skipa dómsmálaráðuneytingu til að reka Mueller. McGahn varð ekki við þessari beiðni. Þá segir einnig í skýrslunni að Trump hafi skipað McGahn að draga fréttir af skipunum Trump í efa. Telja ýmsir demókratar að í framburði McGahn leynist sterkar vísbendingar um að Trump hafi reynt að hamla framgangi réttvísinnar og vilja þeir þess vegna spyrja McGahn nánar út í framburð hans.Frjálslyndir demókratar vilja kjósa um ákæruferlið Demókratar á þingi eru því ekki sáttir við að McGahn hafi ekki mætt og þá hörku sem Trump hefur sýnt viðleitni þingmanna til þess að kafa dýpra í Meuller-skýrsluna. Hefur hópur þeirra krafist þess að fá að kjósa um hvort hefja eigi ákæruferlið yfir Trump.„Við þurfum að vinna vinnuna okkar og hefja ákæruferlið,“ Alexandria Ocasio-Cortez á Twitter fyrr í dag.Just as what happens in the House doesn’t control Senate, what happens in the Senate shouldn’t control the House. DoJ outlined ev of 10 criminal instances. Pres is now obstructing legally binding subpoenas. We need to do our job & vote on impeachment. What Sen does is on them. https://t.co/iXJWntDRJ5 — Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) May 21, 2019 Kollegi hennar á þingi og félagi í hópi frjálslyndari þingmanna demókrata tók undir orð hennar.„Hann hefur komið okkur á þann stað að við verðum að hefja ákæruferlið,“ sagði þingmaðurinn Mark Pocan.Pelosi boðar til fundar á morgun Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata, hefur hingað til stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að ákæra forsetann. Í mars sagði hún að það væri ekki þess virði að hefja ákæruferlið þar sem það myndi sundra bandarísku þjóðinni rétt fyrir kosningar sem haldnar verða á næsta ári.Hefur hún boðað þingmenn á fund á morgun þar sem málið verður rætt frekar. Stjórnmálaskýrandi CNN telur ljóst að þolinmæði margra þingmanna í garð Pelosi sé aðþrjóta og æ fleiri háttsettir þingmenn séu að komast á þá skoðunað rétt sé að halda atkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi ákæruferlið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52
Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15
Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22