Bráðabirgðastjórn Moldóvu fer frá og pattstöðunni lokið Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 23:08 Maia Sandu verður áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. EPA Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu. Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu.
Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51
Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48