Glódís Perla Viggósdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Katrín Ómarsdóttir halda nefnilega allar upp á afmælið sitt í dag. Allar eru þær í hópi tuttugu leikjahæsti landsliðskvenna sögunnar.
Glódís Perla Viggósdóttir er enn í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu, Harpa Þorsteinsdóttir er sjöunda markahæsta landsliðskona sögunnar og Katrín Ómarsdóttir spilaði 69 leiki með íslenska landsliðinu á árum áður.
Glódís Perla hefur spilað 77 A-landsleiki fyrir 24 ára afmælið sitt og er komin í hóp leikjahæstu landsliðskvenna sögunnar. Hún spilar nú FC Rosengård með í Svíþjóð eins og hún hefur gert undanfarin ár.
Harpa Þorsteinsdóttir missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla sem hún varð fyrir í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hún hefur skorað 19 mörk í 67 landsleikjum.
Katrín Ómarsdóttir er að spila með KR í Pepsi Max deild kvenna og var bæði með mark og stoðsendingu um síðustu helgi þegar KR-liðið tók stig af Þór/KA fyrir norðan. Katrín varð á sínum tíma tvöfaldur Englandsmeistari með Liverpool. Katrín skoraði 10 mörk í sínum 69 landsleikjum.
Knattspyrnusamband Íslands óskaði þeim öllum til hamingju með daginn á Twitter síðu sinni í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.
Harpa Þorsteinsdóttir er eitt af þremur afmælisbörnum dagsins, en hún fagnar 33 ára afmæli sínu í dag!
Harpa Þorsteinsdóttir celebrates her 33rd birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/ApL3QScEho
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019
Afmælsibarn dagsins númer 2.
Glódís Perla Viggósdóttir er 24 ára í dag!
Eigðu frábæran dag!
Glódís Perla Viggósdóttir celebrates her 24th birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/FwFL8acoVf
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019
Og að lokum er það Katrín Ómarsdóttir sem fagnar afmæli í dag, en hún er 32 ára.
Til hamingju Katrín!
Katrín Ómarsdóttir celebrates here 32nd birthday today. She has 69 caps and has scored in them 10 goals.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/cORQImFPtp
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019