Ólafur: Getum ekki búist við gjafaborði á mánudaginn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júní 2019 21:34 Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel þór Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með stórsigur sinna manna á Grindavík, 7-1, í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.“ Óli gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.“ Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.“ Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já, ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með stórsigur sinna manna á Grindavík, 7-1, í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.“ Óli gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.“ Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.“ Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já, ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti