Hópur mótmælenda dró bæjarstjórann um götur bæjarins og sökuðu um morð Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 15:31 Mótmælendur kölluðu bæjarstjórann Patricia Arce morðkvendi eftir að tveimur úr hópi þeirra höfðu látið lífið. Vísir/EPA Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram. Bólivía Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram.
Bólivía Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira