Man. City á toppnum og Everton í sjötta sæti ef liðin hefðu nýtt öll góðu færin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2019 14:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton þurfa að nýta færin sín mun betur. Getty/Alex Livesey Liðin í ensku úrvalsdeildinni eru misgóð í að nýta marktækifærin sín og staðan í deildinni væri allt önnur ef þau hefðu nýtt öll þessi góðu færi sín. Sky Sports hefur tekið það saman hvernig staðan í ensku úrvalsdeildinni liti út ef liðin tuttugu hefði nýtt öll færin í leikjum sínum. Hér er um að ræða tölfræði Opta yfir „expected goals (xG)“ eða „áætluð mörk“ út frá góðum færum liðanna. Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og er en væri sex stigum á eftir Manchester City ef liðin hefðu nýtt öll góðu marktækifærin sín. Hér er um tólf stiga sveiflu að ræða og það er ljóst á þessu að heppnin hefur verið mun meira með Liverpool liðinu en leikmönnum Manchester City það sem af er tímabilsins.What if there were no penalties? What if all games ended at half-time? What if all big chances were scored? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 29, 2019 Manchester United og Everton hafa bæði verið gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í vetur en þessi tölfræði sýnir að helsta vandamál þeirra er að nýta færin. Manchester United liðið væri í þriðja sæti í töflunni eða fjórum sætum ofar en liðið er í rauninni. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton myndu aftur á móti hækka sig um tíu sæti og vera í sjötta sæti. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley væri líka átta sætum ofar og sætu í 5. sæti deildarinnar ef að liðin hefðu nýtt færin sín. Watford er á botni deildarinnar en væri níu sætum ofar hefðu færin þeirra skilað marki. Það eru líka lið sem hafa grætt mikið á slæmri færanýtingu mótherja sinna. Nýliðar Sheffield United væru þannig tíu sætum neðar (í 18. sæti) og Crystal Palace væri núu sætum neðar eða í 15. sæti. Leicester City er í þriðja sæti deildarinnar en væri sjö sætum neðar ef liðin hefðu nýtt færin sín. Hér fyrir neðan má sjá töfluna hjá Sky Sports ef öll færin hefðu endað með marki. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Liðin í ensku úrvalsdeildinni eru misgóð í að nýta marktækifærin sín og staðan í deildinni væri allt önnur ef þau hefðu nýtt öll þessi góðu færi sín. Sky Sports hefur tekið það saman hvernig staðan í ensku úrvalsdeildinni liti út ef liðin tuttugu hefði nýtt öll færin í leikjum sínum. Hér er um að ræða tölfræði Opta yfir „expected goals (xG)“ eða „áætluð mörk“ út frá góðum færum liðanna. Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og er en væri sex stigum á eftir Manchester City ef liðin hefðu nýtt öll góðu marktækifærin sín. Hér er um tólf stiga sveiflu að ræða og það er ljóst á þessu að heppnin hefur verið mun meira með Liverpool liðinu en leikmönnum Manchester City það sem af er tímabilsins.What if there were no penalties? What if all games ended at half-time? What if all big chances were scored? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 29, 2019 Manchester United og Everton hafa bæði verið gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í vetur en þessi tölfræði sýnir að helsta vandamál þeirra er að nýta færin. Manchester United liðið væri í þriðja sæti í töflunni eða fjórum sætum ofar en liðið er í rauninni. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton myndu aftur á móti hækka sig um tíu sæti og vera í sjötta sæti. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley væri líka átta sætum ofar og sætu í 5. sæti deildarinnar ef að liðin hefðu nýtt færin sín. Watford er á botni deildarinnar en væri níu sætum ofar hefðu færin þeirra skilað marki. Það eru líka lið sem hafa grætt mikið á slæmri færanýtingu mótherja sinna. Nýliðar Sheffield United væru þannig tíu sætum neðar (í 18. sæti) og Crystal Palace væri núu sætum neðar eða í 15. sæti. Leicester City er í þriðja sæti deildarinnar en væri sjö sætum neðar ef liðin hefðu nýtt færin sín. Hér fyrir neðan má sjá töfluna hjá Sky Sports ef öll færin hefðu endað með marki.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira