Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield: Bætir hann við marki í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Anfield. Getty/ Alex Dodd Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn