Man. Utd hefur byrjað skelfilega og er í 12. sæti deildarinnar með níu stig eftir átta leiki en þetta er versta byrjun Man. Utd í 30 ár.
Liðið gerði markalaust jafntefli við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudag og tapaði svo fyrir Newcastle í gær.
Einn vonsvikinn stuðningsmaður hringdi inn á útvarpsstöð BBC er verið var að ræða enska boltann og hann hafði áhyggjur.
„Félagið er rotið inn að beini. Stjórnin, leikmennirnir, stjórinn, Ed Woodward. Þetta er rotið inn að beini,“ sagði ósáttur stuðningsmaður sem hringdi inn í gær.
„Við erum með Matic sem getur ekki gefið boltann meira en fimm metra og hann gefur hann til hliðar eða til baka. Við erum svo með McTominay og spilum með tvo varnarsinnaða miðjumenn í hverri viku!“
"Our season's over. We're not going to win anything. We could even get relegated."#MUFC have made their worst start to a league season for 30 years - and sit just two points outside the bottom three.
This fan says the club is "rotten to the core" #BBC606pic.twitter.com/wQ9E12AfRr
— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) October 7, 2019
„Það er engin sköpun í liðinu. Það lítur út fyrir að Rashford sé alveg sama. Tímabilinu er lokið. Við erum ekki að fara vinna bikarinn, deildarbikarinn, deildina né Evrópudeildina.“
„Ég held að við séum að fara í gegnum 30 ár eins og Liverpool þar sem við vinnum ekki deildina. Við gætum mögulega fallið,“ en þá greip Robbie Savage, einn spekingur þáttarins, inn í og sagði að Man. Utd myndi ekki falla.
„Robbie, þú hefur séð okkur spila á leiktíðinni. Skorum við mörk, fyrir utan Chelsea leikinn? Nei. Liverpool mun vinna okkur í næsta leik 4-0,“ sagði ósáttur John.