Fyrrum enski landsliðsmaðurinn var sakaður um að hafa brotið kynferðislega á konu í lest frá York til Newcastle á síðasta ári.
Gascoigne var sakaður um að hafa kysst konu sem var mjög hissa á athæfi hans. Þau höfðu verið í sama lestarvagni í ferðinni. Hinn 52 ára Gascoigne sagði hins vegar að hann hefði kysst konuna til þess að koma sjálfstrausti hennar upp eftir að einhver hafi kallað hana feita í lestinni.
Paul Gascoigne, outside court, said in a statement through his solicitor: “the last 12 months have been tough to have a sexual charge hanging over me, but pleased the jury reached the right verdict.” Gazza himself then said “I’m off to the dentist!” before leaving a free man. pic.twitter.com/iU1wB7d3oA
— Keith Downie (@SkySports_Keith) October 17, 2019
Málið fór fyrir dómstólinn í Teesside og komst kviðdómur að því í dag að hann væri saklaus.
Við upplestur úrskurðarins brást Gascoigne í grát og var greinilega þungu fargi af honum létt.