Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 23:03 Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Vísir/Getty Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“ Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“
Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira