San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 22:04 Notkun rafrettna hefur aukist á undanförnum árum. Vísir/Getty Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. Borgin er þar með sú fyrsta í Bandaríkjunum til þess að samþykkja slíkt bann. BBC greinir frá. Ákvörðunin um að banna rafrettur er tekin vegna lýðheilsusjónarmiða en ástæðan er sú að ekki þykir nægilega ljóst hverjar afleiðingarnar af notkun þeirra eru. Fyrr á árinu gaf matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna framleiðendum frest til ársins 2021 til þess að meta áhrif af vörum þeirra. London Breed, borgarstjóri San Francisco, hefur tíu daga til þess að samþykkja löggjöfina en hefur gefið í skyn að hún muni samþykkja bannið. Lögin taka gildi sjö mánuðum eftir samþykki borgarstjórans en líklegt þykir að framleiðendur muni láta reyna á lögin fyrir dómstólum. Í San Francisco er að finna höfuðstöðvar rafrettuframleiðandans Juul, en Juul-rafrettur eru þær vinsælustu á markaðinum í Bandaríkjunum með sjötíu prósenta markaðshlutdeild. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um ákvörðun borgaryfirvalda. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 Veipsjoppur velta mörg hundruð milljónum Á sama tíma og sprenging varð í sölu sérverslana með rafrettur og áfyllingar árið 2017 dróst sala ÁTVR á tóbaki verulega saman. Ný lög um vöruna væntanleg en verslunareigandi býst ekki við fjölgun og býst við jafnvægi á næsta ári. 7. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. Borgin er þar með sú fyrsta í Bandaríkjunum til þess að samþykkja slíkt bann. BBC greinir frá. Ákvörðunin um að banna rafrettur er tekin vegna lýðheilsusjónarmiða en ástæðan er sú að ekki þykir nægilega ljóst hverjar afleiðingarnar af notkun þeirra eru. Fyrr á árinu gaf matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna framleiðendum frest til ársins 2021 til þess að meta áhrif af vörum þeirra. London Breed, borgarstjóri San Francisco, hefur tíu daga til þess að samþykkja löggjöfina en hefur gefið í skyn að hún muni samþykkja bannið. Lögin taka gildi sjö mánuðum eftir samþykki borgarstjórans en líklegt þykir að framleiðendur muni láta reyna á lögin fyrir dómstólum. Í San Francisco er að finna höfuðstöðvar rafrettuframleiðandans Juul, en Juul-rafrettur eru þær vinsælustu á markaðinum í Bandaríkjunum með sjötíu prósenta markaðshlutdeild. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um ákvörðun borgaryfirvalda.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 Veipsjoppur velta mörg hundruð milljónum Á sama tíma og sprenging varð í sölu sérverslana með rafrettur og áfyllingar árið 2017 dróst sala ÁTVR á tóbaki verulega saman. Ný lög um vöruna væntanleg en verslunareigandi býst ekki við fjölgun og býst við jafnvægi á næsta ári. 7. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30
Veipsjoppur velta mörg hundruð milljónum Á sama tíma og sprenging varð í sölu sérverslana með rafrettur og áfyllingar árið 2017 dróst sala ÁTVR á tóbaki verulega saman. Ný lög um vöruna væntanleg en verslunareigandi býst ekki við fjölgun og býst við jafnvægi á næsta ári. 7. febrúar 2019 06:00