Franski svikalæknirinn sem myrti fjölskyldu sína fyrir 26 árum laus úr fangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2019 10:40 Romand við réttarhöldin árið 1996. Vísir/Getty Jean-Claude Romand, franskur morðingi sem myrti foreldra sína, eiginkonu og börn á tíunda áratugnum, hefur verið látinn laus úr fangelsi eftir 26 ára afplánun. Ein bók og tvær kvikmyndir voru byggðar á máli Romands, sem þóttist vera læknir í átján ár og myrti fjölskyldu sína þegar hann taldi að hulunni yrði svipt af svikum sínum. Romand er 65 ára en hann sigldi undir fölsku flaggi í átján ár. Fyrst þóttist hann vera læknanemi og síðar þóttist hann vinna að rannsóknum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO).Þóttist fara í vinnuna á hverjum degi Romand innritaði sig vissulega í læknanám við Háskólann í Lyon árið 1974 en mætti aldrei lokapróf á öðru ári. Hann laug því að vinum sínum og fjölskyldu að hann hefði lokið prófinu. Lygin vatt upp á sig og að lokum stóðu aðstandendur hans í þeirri trú að hann hefði útskrifast sem læknir. Eftir „útskriftina“ úr læknanáminu sagðist Romand hafa fengið vinnu við rannsóknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þar starfaði hann þó aldrei en þóttist fara til vinnu á hverjum degi. Svindlaði á sínum nánustu Árið 1980 giftist Romand kærustu sinni og átti með henni tvö börn seint á níunda áratugnum. Þá aflaði hann sér og fjölskyldu sinni tekna með því selja íbúðina sem foreldrar hans keyptu handa honum í Lyon. Þegar þeir sjóðir tæmdust hóf Romand að fá lánað fé hjá aðstandendum sínum gegn því að hann fjárfesti í verkefnum, sem hann sagðist hafa aðgang að sem starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Árið 1992 tóku grunsemdir að vakna fyrir alvöru meðal þeirra sem lánuðu Romand fé. Einn fjölskylduvinur uppgötvaði til dæmis að nafn Romands var ekki á lista yfir starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Romand ákvað því að drepa þá sem gætu hugsanlega komið upp um svikin.Romand hlaut dóm fyrir voðaverkin árið 1996.Vísir/gettyReyndi að drepa hjákonu sína Í janúar árið 1993 myrti Romand eiginkonu sína með kökukefli á heimili þeirra. Þvínæst skaut hann sjö ára dóttur sína og fimm ára son til bana með riffli. Romand fór svo heim til foreldra sinna, sem bjuggu yfir 80 kílómetra í burtu, og myrti þau bæði, auk þess sem hann drap heimilishundinn. Romand reyndi einnig að drepa fyrrverandi hjákonu sína, sem hafði krafist þess að hann greiddi sér pening sem hún hafði lánað honum. Hann sótti hana að heimili hennar undir því yfirskyni að þau væru á leið í matarboð með þáverandi heilbrigðisráðherra Frakklands. Romand reyndi að kyrkja hana og spreyjaði táragasi í andlit hennar. Hún veitti mótspyrnu og Romand hætti við morðið en lét konuna lofa sér að hún segði ekki neinum frá morðtilrauninni. Má ekki ræða við fjölmiðla Romand sneri svo heim til sín, kveikti í húsinu og gleypti svefnpillur en hann virðist hafa viljað láta líta út fyrir að um sjálfsvígstilraun væri að ræða. Slökkviliðsmenn björguðu Romand þó úr húsinu og hann játaði fljótlega á sig morðin. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir voðaverkin árið 1996 og var samþykktur til reynslulausnar í apríl síðastliðnum. Romand er nú laus úr fangelsinu. Í frétt Le Monde kemur fram að Romand hafi komið fyrir dóm á miðvikudag þar sem honum voru sett skilyrði fyrir reynslulausn. Þannig þarf hann að vera kominn heim til sín fyrir ákveðinn tíma á kvöldin og þá má hann hvorki setja sig í samband við fjölskyldur fórnarlamba sinna né ræða við fjölmiðla um morðin. Málið vakti mikinn óhug og athygli í Frakklandi á sínum tíma. Romand byrjaði að skrifast á við franska rithöfundinn Emmanuel Carrere þegar sá fyrrnefndi var enn í gæsluvarðhaldi. Carrere byggði bók sína, L‘Adversaire, á bréfunum en hún kom út árið 2000. Bókin naut mikilla vinsælda í Frakklandi, sem og samnefnd kvikmynd byggð á sögunni sem frumsýnd var tveimur árum síðar. Þá var kvikmyndin L‘Emploi du Temps einnig byggð á máli Romands en stiklur úr myndunum má sjá í spilurunum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Jean-Claude Romand, franskur morðingi sem myrti foreldra sína, eiginkonu og börn á tíunda áratugnum, hefur verið látinn laus úr fangelsi eftir 26 ára afplánun. Ein bók og tvær kvikmyndir voru byggðar á máli Romands, sem þóttist vera læknir í átján ár og myrti fjölskyldu sína þegar hann taldi að hulunni yrði svipt af svikum sínum. Romand er 65 ára en hann sigldi undir fölsku flaggi í átján ár. Fyrst þóttist hann vera læknanemi og síðar þóttist hann vinna að rannsóknum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO).Þóttist fara í vinnuna á hverjum degi Romand innritaði sig vissulega í læknanám við Háskólann í Lyon árið 1974 en mætti aldrei lokapróf á öðru ári. Hann laug því að vinum sínum og fjölskyldu að hann hefði lokið prófinu. Lygin vatt upp á sig og að lokum stóðu aðstandendur hans í þeirri trú að hann hefði útskrifast sem læknir. Eftir „útskriftina“ úr læknanáminu sagðist Romand hafa fengið vinnu við rannsóknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þar starfaði hann þó aldrei en þóttist fara til vinnu á hverjum degi. Svindlaði á sínum nánustu Árið 1980 giftist Romand kærustu sinni og átti með henni tvö börn seint á níunda áratugnum. Þá aflaði hann sér og fjölskyldu sinni tekna með því selja íbúðina sem foreldrar hans keyptu handa honum í Lyon. Þegar þeir sjóðir tæmdust hóf Romand að fá lánað fé hjá aðstandendum sínum gegn því að hann fjárfesti í verkefnum, sem hann sagðist hafa aðgang að sem starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Árið 1992 tóku grunsemdir að vakna fyrir alvöru meðal þeirra sem lánuðu Romand fé. Einn fjölskylduvinur uppgötvaði til dæmis að nafn Romands var ekki á lista yfir starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Romand ákvað því að drepa þá sem gætu hugsanlega komið upp um svikin.Romand hlaut dóm fyrir voðaverkin árið 1996.Vísir/gettyReyndi að drepa hjákonu sína Í janúar árið 1993 myrti Romand eiginkonu sína með kökukefli á heimili þeirra. Þvínæst skaut hann sjö ára dóttur sína og fimm ára son til bana með riffli. Romand fór svo heim til foreldra sinna, sem bjuggu yfir 80 kílómetra í burtu, og myrti þau bæði, auk þess sem hann drap heimilishundinn. Romand reyndi einnig að drepa fyrrverandi hjákonu sína, sem hafði krafist þess að hann greiddi sér pening sem hún hafði lánað honum. Hann sótti hana að heimili hennar undir því yfirskyni að þau væru á leið í matarboð með þáverandi heilbrigðisráðherra Frakklands. Romand reyndi að kyrkja hana og spreyjaði táragasi í andlit hennar. Hún veitti mótspyrnu og Romand hætti við morðið en lét konuna lofa sér að hún segði ekki neinum frá morðtilrauninni. Má ekki ræða við fjölmiðla Romand sneri svo heim til sín, kveikti í húsinu og gleypti svefnpillur en hann virðist hafa viljað láta líta út fyrir að um sjálfsvígstilraun væri að ræða. Slökkviliðsmenn björguðu Romand þó úr húsinu og hann játaði fljótlega á sig morðin. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir voðaverkin árið 1996 og var samþykktur til reynslulausnar í apríl síðastliðnum. Romand er nú laus úr fangelsinu. Í frétt Le Monde kemur fram að Romand hafi komið fyrir dóm á miðvikudag þar sem honum voru sett skilyrði fyrir reynslulausn. Þannig þarf hann að vera kominn heim til sín fyrir ákveðinn tíma á kvöldin og þá má hann hvorki setja sig í samband við fjölskyldur fórnarlamba sinna né ræða við fjölmiðla um morðin. Málið vakti mikinn óhug og athygli í Frakklandi á sínum tíma. Romand byrjaði að skrifast á við franska rithöfundinn Emmanuel Carrere þegar sá fyrrnefndi var enn í gæsluvarðhaldi. Carrere byggði bók sína, L‘Adversaire, á bréfunum en hún kom út árið 2000. Bókin naut mikilla vinsælda í Frakklandi, sem og samnefnd kvikmynd byggð á sögunni sem frumsýnd var tveimur árum síðar. Þá var kvikmyndin L‘Emploi du Temps einnig byggð á máli Romands en stiklur úr myndunum má sjá í spilurunum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira