Elton John reiður Pútín eftir harðorð ummæli í garð innflytjenda og samkynhneigðra Sylvía Hall skrifar 28. júní 2019 23:27 Stórsöngvarinn var mjög ósáttur við ummæli Rússlandsforseta. Vísir/Getty Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri. Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri.
Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55
Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49
Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53