Lífið

Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka

Andri Eysteinsson skrifar
Elton John við píanóið í París.
Elton John við píanóið í París. Getty/David Wolff
Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. AP greinir frá.Forseti Frakklands, Emmanuel Macron sæmdi John orðunni í Elysees höll og hvatti ráðamenn sjálfur til að styðja við rannsóknir á eyðni, berklum og malaríu. Forsetinn sagði John vera mann sem vissi hvernig ætti að vera fyrirmynd og setja fordæmi áður en hann sæmdi hann orðunni opinberlega.Söngvarinn var augljóslega hrærður og sagði það sérstakt að hlotnast þessi heiður, sérstaklega á tónlistardaginn (Fete de la Musique). Ásamt Elton John voru stödd í París börn hans og eiginmaður, David Furnish.Um baráttuna gegn eyðni sagði John að árángur í rannsóknum væri gríðarlega mikilvægur, baráttan við eyðni minnti hann á hverjum degi á óbilandi baráttuvilja mannkynsins.Elton ferðast nú um heiminn á tónleikaferðalaginu Farewell Yellow Brick Road sem er talið verða hans síðasta. John spilaði í París í gær, 20. júní

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.