Arnar Grétarsson: Formaður Breiðabliks vissi ekkert um fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 15:30 Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildar karla undir stjórn Arnars árið 2015. vísir/anton Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira