Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Ein hinna nýju Boeing 737 Max 8 þotna í litum norska flugfélagsins Norwegian sem á fjórtán slíkar. Mynd/Boeing Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Glæný Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian sem nauðlent var í Shiraz í Íran 14. desember síðastliðinn er enn föst þar í landi. „Flugvélin er enn með tæknilegt vandamál í Íran. Á þessum tímapunkti vitum við ekki með vissu hversu langan tíma það tekur áður en tæknilið okkar getur hafið störf,“ segir Andreas Hjørnholm, upplýsingafulltrúi hjá Norwegian. Þetta segir Andreas hafa verið stöðuna um áramótin og að hún sé enn óbreytt. Ekkert meira sé hægt að gefa upp um málið. Þar með svarar Norwegian ekki spurningum Fréttablaðsins um hvað hafi valdið því að Boeing-þotunni var nauðlent í Shiraz og hvort vandinn við að koma þotunni í loftið á ný sé eingöngu tæknilegs eðlis eða hvort einnig sé snurða á þræðinum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran og efnahagsþvingana sem landið sé beitt vegna þróunar þess á notkun kjarnorku. Boeing-þotan var nýlögð upp í áætlunarflug Norwegian frá Dúbaí til Óslóar í Noregi þegar upp kom svo alvarleg bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að flugstjórinn óskaði leyfis flugmálayfirvalda í Íran til að lenda þar. Farþegarnir og áhöfnin, alls 186 manns, voru sótt daginn eftir og komið til Ósló en skilja þurfti þotuna eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að viðskiptabannið gegn Íran flæki stöðuna verulega fyrir Norwegian þar sem bannað er selja varahluti frá Bandaríkjunum til landsins. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sem fyrr segir. Haft hefur verið eftir fulltrúum félagsins í nokkrum erlendum fjölmiðlum að tafirnar helgist af pappírsvinnu vegna flókins regluverks í Íran. Þess má geta að listaverð á Boeing 737 Max 8 þotum er 117 milljónir dala. Það þýðir að þota að jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna, hafi hún verið keypt á listaverði, situr föst á flugvelli í Íran og Norwegian kveðst ekki geta svarað því hvenær hún næst þaðan. Atvikið er einnig athyglisvert fyrir þær sakir að Boeing 737 Max 8 þotan er nákvæmlega sömu tegundar og álíka gömul og þotan sem hrapaði í lok október eftir flugtak í Indónesíu. Allir um borð í þeirri vél fórust. Norwegian flýgur áætlunarflug frá Íslandi til ýmissa borga í Evrópu, meðal þeirra eru Ósló, Alicante, London, Madríd, Róm og Barcelona. Af 160 flugvéla flota félagsins eru fjórtán þotur af gerðinni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norwegian í gær um hvort sú þotutegund er á áætlun til og frá Íslandi.Uppfært 10:20 Í ljósi ábendinga hefur fréttin verið lagfærð, felld var út setning um meinta bilun í hreyfli vélar sem fórst eftir flugtak í Indónesíu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira