Ógnaði þingmanni sem var mótfallinn Brexit Sylvía Hall skrifar 9. ágúst 2019 22:59 Heidi Allen sagði sig úr Íhaldsflokknum í febrúar vegna Brexit. Vísir/Getty Hinn 59 ára gamli Ian Couch var dæmdur í 24 vikna fangelsi fyrir hótanir í garð þingmannsins Heidi Allen á Internetinu. Dómari í málinu sagði framkomu Couch í garð Allen vera „ógnvekjandi“ og augljóslega hótanir. Ástæða hótananna var sú að Allen var mótfallin Brexit en Couch, sem er fyrrum landgönguliði, er hlynntur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Maðurinn birti meðal annars greinargóðar loftmyndir af heimili þingmannsins og sagði í færslum á samfélagsmiðlum að honum væri skapi næst að gera heimilisfang hennar opinbert. Degi eftir að hafa birt myndir af heimili hennar sendi hann Allen tölvupóst þar sem hann sagði marga hafa beðið sig um myndir af heimili hennar en hann hafi neitað að senda þær þar sem hann dáðist af störfum hennar í þágu kjördæmisins. Í vitnisburði Allen kom fram að hún hafi upplifað mikla hræðslu vegna skilaboða Couch, bæði heima hjá sér og í hverfi sínu, og hafi átt erfitt með svefn. Hún hafi komið upp öryggisbúnaði á heimili sínu og hætt að fara út að hlaupa þar sem hún hafi upplifað sig í hættu. Dómarinn sagði alveg ljóst að framganga Couch hafi verið til þess fallin að vekja upp ótta og með því að birta myndir af heimili hennar hafi hann sett hana í hættu. Hann hafi gefið það í skyn að fólkið sem hefði áhuga á að vita heimilisfang hennar ætti það til að „missa stjórn á sér“. Þá sagði dómarinn störf Couch í þágu lands og þjóðar vera vitnisburð um mikið hugrekki en í kjölfarið hafi hann þurft að glíma við geðræn vandamál. Það væri árás á lýðræðið að ógna þingmönnum með þessum hætti. „Ef fólk er of hrætt, of ógnað, til þess að starfa sem þingmenn, þá er grafið undan lífsgæðum hins almenna borgara,“ sagði dómarinn. Bretland Brexit Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Ian Couch var dæmdur í 24 vikna fangelsi fyrir hótanir í garð þingmannsins Heidi Allen á Internetinu. Dómari í málinu sagði framkomu Couch í garð Allen vera „ógnvekjandi“ og augljóslega hótanir. Ástæða hótananna var sú að Allen var mótfallin Brexit en Couch, sem er fyrrum landgönguliði, er hlynntur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Maðurinn birti meðal annars greinargóðar loftmyndir af heimili þingmannsins og sagði í færslum á samfélagsmiðlum að honum væri skapi næst að gera heimilisfang hennar opinbert. Degi eftir að hafa birt myndir af heimili hennar sendi hann Allen tölvupóst þar sem hann sagði marga hafa beðið sig um myndir af heimili hennar en hann hafi neitað að senda þær þar sem hann dáðist af störfum hennar í þágu kjördæmisins. Í vitnisburði Allen kom fram að hún hafi upplifað mikla hræðslu vegna skilaboða Couch, bæði heima hjá sér og í hverfi sínu, og hafi átt erfitt með svefn. Hún hafi komið upp öryggisbúnaði á heimili sínu og hætt að fara út að hlaupa þar sem hún hafi upplifað sig í hættu. Dómarinn sagði alveg ljóst að framganga Couch hafi verið til þess fallin að vekja upp ótta og með því að birta myndir af heimili hennar hafi hann sett hana í hættu. Hann hafi gefið það í skyn að fólkið sem hefði áhuga á að vita heimilisfang hennar ætti það til að „missa stjórn á sér“. Þá sagði dómarinn störf Couch í þágu lands og þjóðar vera vitnisburð um mikið hugrekki en í kjölfarið hafi hann þurft að glíma við geðræn vandamál. Það væri árás á lýðræðið að ógna þingmönnum með þessum hætti. „Ef fólk er of hrætt, of ógnað, til þess að starfa sem þingmenn, þá er grafið undan lífsgæðum hins almenna borgara,“ sagði dómarinn.
Bretland Brexit Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira