Indverskur töframaður talinn hafa drukknað eftir Houdini brellu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 11:48 Töframaðurinn Chanchal Lahiri áður en hann reyndi brellu töframannsins Harry Houdini. skjáskot Indverskur töframaður, sem reyndi að endurgera víðfræga brellu töframannsins Harry Houdini með því að fara út í á bundinn hlekkjum, er talinn látinn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Chanchal Lahiri ætlaði að sleppa úr fjötrum sínum og synda í land en komst aldrei upp úr Hooghly ánni í ríkinu Vestur Bengal. Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að horfa á hann hverfa ofan í ána á sunnudag tilkynntu málið til lögreglu sem nú leita hans. Lahiri, sem einnig er þekktur sem Mandrake, var slakað ofan í ána af báti. Hann var bundinn keðjum sem var læst með sex hengilásum og fylgdust áhorfendur með honum af tveimur bátum. Hópur fólks hafði einnig safnast saman á árbakkanum og einhverjir fylgdust með af Howrah brúnni í Kolkata. Lögregla, ásamt kafarateymi, leituðu í ánni en hafa enn ekki fundið töframanninn. Einn lögreglumannanna sagði í samtali við Hindustan Times dagblaðið að ekki yrði staðhæft um andlát Lahiri fyrr en lík hans myndi finnast. Jayanta Shaw, myndatökumaður hjá fréttamiðli á sæðinu, fylgdist með Lahiri þegar hann reyndi brelluna. Hann sagði í samtali við BBC að hann hafi rætt við töframanninn áður en hann byrjaði brelluna. „Ég spurði hann hvers vegna hann hætti lífi sínu fyrir töfra,“ sagði Shaw. „Hann brosti og sagði, „ Ef ég geri þetta rétt, eru þetta töfrar. Ef ég geri mistök verður þetta harmleikur.“ Töframaðurinn sagði við hann að hann vildi gera brelluna í von um að „endurvekja áhugann á töfrum.“ Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lahiri reynir áhættusamt atriði í vatni. Fyrir 20 árum síðan fór hann ofan í þessa sömu á í glerkassa en náði að sleppa óskaddaður. Shaw hafði einnig verið á staðnum þegar það atriði fór fram. „Ég hélt að hann myndi aldrei koma upp úr vatninu í þetta skiptið,“ sagði hann. Indland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Indverskur töframaður, sem reyndi að endurgera víðfræga brellu töframannsins Harry Houdini með því að fara út í á bundinn hlekkjum, er talinn látinn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Chanchal Lahiri ætlaði að sleppa úr fjötrum sínum og synda í land en komst aldrei upp úr Hooghly ánni í ríkinu Vestur Bengal. Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að horfa á hann hverfa ofan í ána á sunnudag tilkynntu málið til lögreglu sem nú leita hans. Lahiri, sem einnig er þekktur sem Mandrake, var slakað ofan í ána af báti. Hann var bundinn keðjum sem var læst með sex hengilásum og fylgdust áhorfendur með honum af tveimur bátum. Hópur fólks hafði einnig safnast saman á árbakkanum og einhverjir fylgdust með af Howrah brúnni í Kolkata. Lögregla, ásamt kafarateymi, leituðu í ánni en hafa enn ekki fundið töframanninn. Einn lögreglumannanna sagði í samtali við Hindustan Times dagblaðið að ekki yrði staðhæft um andlát Lahiri fyrr en lík hans myndi finnast. Jayanta Shaw, myndatökumaður hjá fréttamiðli á sæðinu, fylgdist með Lahiri þegar hann reyndi brelluna. Hann sagði í samtali við BBC að hann hafi rætt við töframanninn áður en hann byrjaði brelluna. „Ég spurði hann hvers vegna hann hætti lífi sínu fyrir töfra,“ sagði Shaw. „Hann brosti og sagði, „ Ef ég geri þetta rétt, eru þetta töfrar. Ef ég geri mistök verður þetta harmleikur.“ Töframaðurinn sagði við hann að hann vildi gera brelluna í von um að „endurvekja áhugann á töfrum.“ Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lahiri reynir áhættusamt atriði í vatni. Fyrir 20 árum síðan fór hann ofan í þessa sömu á í glerkassa en náði að sleppa óskaddaður. Shaw hafði einnig verið á staðnum þegar það atriði fór fram. „Ég hélt að hann myndi aldrei koma upp úr vatninu í þetta skiptið,“ sagði hann.
Indland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira