Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 22:48 Keith Raniere og verjendur hans líkt og teiknari AP sá þá fyrir sér í dómsal. AP/Elizabeth Williams Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. AP greinir frá.Mál Raniere hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir aðHollywood-leikkonan og Smallville-stjarnan Allison Mackvar hluti af hópnum. Játaði fyrr á árinu að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.Í máli Moira Penza, saksóknara í málinu, kom fram að í réttarhöldunum hafivitnisburður leitt það bersýnilega í ljós að Raniere hafi nýtt sér aðrar konur, svokallaða yfirboðara,til þess að kúga aðrar konur, svokallaða þræla, til þess að stunda kynlíf með honum. Undirhópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans sagður vera valdefling meðlima hans.Vitni í málinu og fyrrverandi meðlimir hópsins hafa sagt að þau hafi meðal annars þurft að láta af hendi eins konar tryggingu í formi upplýsinga sem gætu talist skaðlegar. Þannig hafi Raniere getað hótað því að gera upplýsingar opinberar til þess að koma í veg fyrir að konurnar sem í hópnum væru gæti yfirgefið hann.Höfuðstöðvar Nxivm voru í Albany í Bandaríkjunum.Getty/Amy LukEitt vitni lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Sagði Penza að í raun hafi Raniere ekki verið neitt annað en leiðtogi glæpahóps og svikahrappur sem hafi stofnað hópinn til að „uppfylla þörf hans fyrir kynlíf og völd.“ Penza vitnaði einnig í vitnisburð fórnarlamba og innanbúðarmanna í hópnum sem sögðu meðal annars að einn fylgjandi hópsins hafi verið lokuð inn í svefnherbergi í 705 daga, auk þess sem að því var lýst hvernig Raniere hafi undirbúið stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur undir það að ganga í hópinn. Verjandi Raniere sakaði saksóknarann um að fara vísvitandi með rangt mál til þess að mála eins slæma mynd af skjólstæðingi hans og hægt væri. Sagði hann að stúlkurnar hefðu allar gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem að hin svokallaða trygging sem meðlimir hópsins hafi verið látnar afhenda væri merkingarlaust í málinu, þar sem hvorki Raniere, né einhver annar í hópnum, hafi notað þær upplýsingar sem þar komu fram. Réttarhöldin halda áfram á morgun en þá munu verjendur Raniere ljúka málflutningi sínum. Bandaríkin Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. AP greinir frá.Mál Raniere hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir aðHollywood-leikkonan og Smallville-stjarnan Allison Mackvar hluti af hópnum. Játaði fyrr á árinu að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.Í máli Moira Penza, saksóknara í málinu, kom fram að í réttarhöldunum hafivitnisburður leitt það bersýnilega í ljós að Raniere hafi nýtt sér aðrar konur, svokallaða yfirboðara,til þess að kúga aðrar konur, svokallaða þræla, til þess að stunda kynlíf með honum. Undirhópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans sagður vera valdefling meðlima hans.Vitni í málinu og fyrrverandi meðlimir hópsins hafa sagt að þau hafi meðal annars þurft að láta af hendi eins konar tryggingu í formi upplýsinga sem gætu talist skaðlegar. Þannig hafi Raniere getað hótað því að gera upplýsingar opinberar til þess að koma í veg fyrir að konurnar sem í hópnum væru gæti yfirgefið hann.Höfuðstöðvar Nxivm voru í Albany í Bandaríkjunum.Getty/Amy LukEitt vitni lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Sagði Penza að í raun hafi Raniere ekki verið neitt annað en leiðtogi glæpahóps og svikahrappur sem hafi stofnað hópinn til að „uppfylla þörf hans fyrir kynlíf og völd.“ Penza vitnaði einnig í vitnisburð fórnarlamba og innanbúðarmanna í hópnum sem sögðu meðal annars að einn fylgjandi hópsins hafi verið lokuð inn í svefnherbergi í 705 daga, auk þess sem að því var lýst hvernig Raniere hafi undirbúið stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur undir það að ganga í hópinn. Verjandi Raniere sakaði saksóknarann um að fara vísvitandi með rangt mál til þess að mála eins slæma mynd af skjólstæðingi hans og hægt væri. Sagði hann að stúlkurnar hefðu allar gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem að hin svokallaða trygging sem meðlimir hópsins hafi verið látnar afhenda væri merkingarlaust í málinu, þar sem hvorki Raniere, né einhver annar í hópnum, hafi notað þær upplýsingar sem þar komu fram. Réttarhöldin halda áfram á morgun en þá munu verjendur Raniere ljúka málflutningi sínum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30
Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18
Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00
Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29