Erlent

Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun

Samúel Karl Ólason skrifar
Mack grét þegar hún játaði sök sína og sagðist hafa talið að Reniere hafi ætlað að hjálpa konunum sem hann hneppti í ánauð.
Mack grét þegar hún játaði sök sína og sagðist hafa talið að Reniere hafi ætlað að hjálpa konunum sem hann hneppti í ánauð. AP/Mark Lennihan

Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. Hún var ákærð fyrir að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium) að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.

Til stóð að hefja réttarhöldin yfir Mack í dag en hún játaði sök og mun dómsuppkvaðning farar fram þann 11. september. Hún gæti verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar en líklega verður dómurinn mun styttri en það.

Mack grét, samkvæmt AP fréttaveitunni, þegar hún játaði sök sína og sagðist hafa talið að Reniere hafi ætlað að hjálpa konunum. Hún sagðist hafa haft rangt fyrir sér og hún ætlaði sér að verða betri manneskja.

Raniere og hans nánustu samstarfsmenn innan Nxivm hafa neitað sök. Réttarhöldin yfir þeim munu hefjast í lok mánaðarins.

Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans.

Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum.


Tengdar fréttir

Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun

Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.