Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 10:49 Samuel Little afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu. Vísir/AP Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71. Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71.
Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira