Segir að Aaron Wan-Bissaka sé betri en Trent Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:00 Aaron Wan-Bissaka var frábær í fyrsta leik með Manchester United. Getty/Matthew Peters Manchester United byrjaði frábærlega í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og nýju mennirnir í vörninni, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka, léku báðir sína fyrstu keppnisleiki. United gekk illa að halda hreinu á síðustu leiktíð en mætir greinilega með allt aðra og betri vörn eftir að hafa keypt miðvörðinn Maguire frá Leicester og bakvörðinn Wan-Bissaka frá Crystal Palace. Paul Parker þekkir vel til varnarleiks Manchester United enda spilaði hann sem bakvörður hjá félaginu í fimm ár frá 1991 til 1996. Parker tjáði sig sérstaklega um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í hlaðvarpsþættinum WeAreTheBusbyBoys. Parker er á því að Wan-Bissaka sé orðinn besti bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni en United borgaði Crystal Palace 50 milljónir punda fyrir hann.?? Paul Parker: “People talk about the lad at Liverpool, Alexander-Arnold, but he can’t defend like Wan Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League." pic.twitter.com/1chcHNbFtr — Goal (@goal) August 12, 2019 „Ég hef sagt það mörgum sinnum að ég horfði oft á hann spila á síðustu leiktíð og ég er mjög hrifinn af því sem hann gerir,“ sagði Paul Parker við strákana í WeAreTheBusbyBoys hlaðvarpinu. „Fólk er að tala um þennan strák hjá Liverpool (Trent Alexander-Arnold) en hann getur ekki varist eins og Wan Bissaka. Varnarleikur og staðsetningar Wan Bissaka eru mjög góðar. Hann vill verjast og hann elskar að verjast. Allar tæklingarnar í leiknum við Chelsea vann hann snyrtilega,“ sagði Paul Parker.Paul Parker on Alexander-Arnold and Wan-Bissaka: “People talk about Trent, but he can’t defend like Wan-Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League."pic.twitter.com/294rL58yXt — CaughtOffside (@caughtoffside) August 13, 2019 Harry Maguire var valinn maður leiksins en Parker hefði alltaf valið Wan Bissaka. „Það er eins og hann sé búinn að vera þarna í mörg ár. Ég er að meta hann sem varnarmann og sem slíkur þá er hann besti hægri bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Parker. „Það er alltaf sett smá spurningarmerki við það þegar hann fer fram en hann mun læra það. Hann verður betri og betri í sóknarleiknum. Hann er að spila fyrir félag sem mun leyfa honum það,“ sagði Paul Parker. Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Manchester United byrjaði frábærlega í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og nýju mennirnir í vörninni, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka, léku báðir sína fyrstu keppnisleiki. United gekk illa að halda hreinu á síðustu leiktíð en mætir greinilega með allt aðra og betri vörn eftir að hafa keypt miðvörðinn Maguire frá Leicester og bakvörðinn Wan-Bissaka frá Crystal Palace. Paul Parker þekkir vel til varnarleiks Manchester United enda spilaði hann sem bakvörður hjá félaginu í fimm ár frá 1991 til 1996. Parker tjáði sig sérstaklega um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í hlaðvarpsþættinum WeAreTheBusbyBoys. Parker er á því að Wan-Bissaka sé orðinn besti bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni en United borgaði Crystal Palace 50 milljónir punda fyrir hann.?? Paul Parker: “People talk about the lad at Liverpool, Alexander-Arnold, but he can’t defend like Wan Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League." pic.twitter.com/1chcHNbFtr — Goal (@goal) August 12, 2019 „Ég hef sagt það mörgum sinnum að ég horfði oft á hann spila á síðustu leiktíð og ég er mjög hrifinn af því sem hann gerir,“ sagði Paul Parker við strákana í WeAreTheBusbyBoys hlaðvarpinu. „Fólk er að tala um þennan strák hjá Liverpool (Trent Alexander-Arnold) en hann getur ekki varist eins og Wan Bissaka. Varnarleikur og staðsetningar Wan Bissaka eru mjög góðar. Hann vill verjast og hann elskar að verjast. Allar tæklingarnar í leiknum við Chelsea vann hann snyrtilega,“ sagði Paul Parker.Paul Parker on Alexander-Arnold and Wan-Bissaka: “People talk about Trent, but he can’t defend like Wan-Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League."pic.twitter.com/294rL58yXt — CaughtOffside (@caughtoffside) August 13, 2019 Harry Maguire var valinn maður leiksins en Parker hefði alltaf valið Wan Bissaka. „Það er eins og hann sé búinn að vera þarna í mörg ár. Ég er að meta hann sem varnarmann og sem slíkur þá er hann besti hægri bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Parker. „Það er alltaf sett smá spurningarmerki við það þegar hann fer fram en hann mun læra það. Hann verður betri og betri í sóknarleiknum. Hann er að spila fyrir félag sem mun leyfa honum það,“ sagði Paul Parker.
Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira