Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að liðið verði að halda áfram, annars eigi það á hættu að komast ekki í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
City, sem var einum færri í 80 mínútur, missti niður tveggja marka forystu gegn Wolves í gær og tapaði, 3-2. City er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 14 stigum á eftir toppliði Liverpool sem á auk þess leik til góða.
Líkurnar á því að City verði Englandsmeistari þriðja árið í röð eru því afar litlar. Guardiola segir að City-menn verði samt að halda ótrauðir áfram.
„Við megum ekki gefast upp því annars náum við ekki Evrópusæti. Við erum vanir að svara fyrir okkur og vera á toppnum. En núna þurfum við að berjast,“ sagði Guardiola eftir leikinn á Molineux í gær.
Næsti leikur City er gegn spútnikliði Sheffield United á heimavelli á morgun. Leikurinn hefst klukkan 18:00.
„Megum ekki gefast upp því annars missum við af Meistaradeildarsæti“

Tengdar fréttir

Guardiola: Mjög erfitt að vera einum færri í áttatíu mínútur
Pep Guardiola segir það óraunhæft að tala um að ná Liverpool eftir að Manchester City tapaði fyrir Úlfunum í kvöld.

Endurkomusigur Úlfanna gegn City
Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli.

Hlutum kastað í átt að Sterling
Enska knattspyrnusambandið ætlar að rannsaka hegðun stuðningsmanna á leik Úlfanna og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Ein stærsta áskorun Guardiola verður að fylla skarð Aguero
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það verði ómögulegt að fylla skarð Sergio Aguero, framherja liðsins, er hann fer frá félaginu.