Átján ára var hann að flokka skrúfur en er nú orðinn dýrasti leikmaður í sögu Aston Villa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júní 2019 09:30 Wesley Moraes hefur gengið í gegnum ýmislegt þrátt fyrir ungan aldur vísir/getty Aston Villa gerði Wesley Moraes að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á dögunum þegar félagið komst að samkomulagi við Club Brugge um að borga 22 milljónir punda fyrir framherjann. Moraes er aðeins 22 ára gamall en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu árum. The Times fór yfir sögu Moraes, en hann hafði ekki spilað fótbolta á alvöru fótboltavelli fyrr en fyrir sjö árum síðan. Framherjinn missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann var orðinn tveggja barna faðir sjálfur þegar hann var 16 ára og átján ára gamall vann hann í verksmiðju við að flokka skrúfur og rær á færibandi fyrir um 20 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann var 15 ára, sama ár og hann eignaðist sitt fyrsta barn, fór hann fyrst að spila fótbolta af meiri krafti og fór í margar prufur í Brasilíu sem á endanum leiddu til þess að hann fór á reynslu til Atletico Madrid og franska liðsins Nancy. Ekkert kom hins vegar upp úr þeim og hann endaði aftur í heimalandinu, 18 ára, að flokka skrúfur.Moraes var agalaus þegar hann mætti til Belgíuvísir/gettyÞá kom umboðsmaðurinn Paulo Nehmy auga á hann og fór að fylgjast með Moraes. Nehmy stakk upp á því að hann færi til Trencin í Slóvakíu og spilaði með undir 19 ára liði félagins. Moraes gerði það og árið 2016 var hann svo seldur til Club Brugge fyrir eina milljón evra. Í Bruges var lífstíll framherjans tekinn í gegn. Þegar hann kom til Belgíu hafði hann mikinn áhuga á næturlífinu og lífstíllinn var alls ekki nógu góður. Hann þurfti að fá mann með sér í matvöruverslun til þess að benda honum á að kaupa ávexti og jógúrt og sleppa skyndimáltíðunum. Þá var hann mjög óheflaður og var algengt að hann fengi rauð spjöld fyrir að slá höndum og olnbogum í átt að andstæðingnum en þjálfarar Brugge náðu að koma því úr leik hans. Í Bruges varð hann að góðum framherja, hann skoraði 13 og 11 mörk á síðustu tveimur tímabilum í Belgíu. Nú er hann búinn að semja við eitt af sögufrægari liðum Englands og mun spila í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira
Aston Villa gerði Wesley Moraes að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á dögunum þegar félagið komst að samkomulagi við Club Brugge um að borga 22 milljónir punda fyrir framherjann. Moraes er aðeins 22 ára gamall en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu árum. The Times fór yfir sögu Moraes, en hann hafði ekki spilað fótbolta á alvöru fótboltavelli fyrr en fyrir sjö árum síðan. Framherjinn missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann var orðinn tveggja barna faðir sjálfur þegar hann var 16 ára og átján ára gamall vann hann í verksmiðju við að flokka skrúfur og rær á færibandi fyrir um 20 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann var 15 ára, sama ár og hann eignaðist sitt fyrsta barn, fór hann fyrst að spila fótbolta af meiri krafti og fór í margar prufur í Brasilíu sem á endanum leiddu til þess að hann fór á reynslu til Atletico Madrid og franska liðsins Nancy. Ekkert kom hins vegar upp úr þeim og hann endaði aftur í heimalandinu, 18 ára, að flokka skrúfur.Moraes var agalaus þegar hann mætti til Belgíuvísir/gettyÞá kom umboðsmaðurinn Paulo Nehmy auga á hann og fór að fylgjast með Moraes. Nehmy stakk upp á því að hann færi til Trencin í Slóvakíu og spilaði með undir 19 ára liði félagins. Moraes gerði það og árið 2016 var hann svo seldur til Club Brugge fyrir eina milljón evra. Í Bruges var lífstíll framherjans tekinn í gegn. Þegar hann kom til Belgíu hafði hann mikinn áhuga á næturlífinu og lífstíllinn var alls ekki nógu góður. Hann þurfti að fá mann með sér í matvöruverslun til þess að benda honum á að kaupa ávexti og jógúrt og sleppa skyndimáltíðunum. Þá var hann mjög óheflaður og var algengt að hann fengi rauð spjöld fyrir að slá höndum og olnbogum í átt að andstæðingnum en þjálfarar Brugge náðu að koma því úr leik hans. Í Bruges varð hann að góðum framherja, hann skoraði 13 og 11 mörk á síðustu tveimur tímabilum í Belgíu. Nú er hann búinn að semja við eitt af sögufrægari liðum Englands og mun spila í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira