Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 12:12 Eldflaugum skotið frá Gasa. AP/Hatem Moussa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Ísrael Palestína Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata.
Ísrael Palestína Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira