Skjöl sýna hvernig Facebook gerði lítið úr áhyggjum vegna Cambridge Analytica Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 23:45 Mark Zuckerberg er stofnandi og forstjóri Facebook. Hér sést hann koma fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum vegna rannsóknar á Cambridge Analytica-skandalnum. vísir/getty Skjöl þar sem sjá má samskipti á milli starfsmanna samfélagsmiðlarisans Facebook á haustmánuðum 2015 sýna hvernig gert var lítið úr áhyggjum þar innanhúss vegna greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Cambridge Analytica komst ólöglega yfir persónuupplýsingar frá tugum milljóna notenda Facebook og notaði þær meðal annars til þess að beina tilteknum auglýsingum að tilteknum hópum í kosningabaráttu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Fjallað er um samskipti starfsmanna Facebook á vef Guardian en blaðið afhjúpaði ólöglegar aðferðir Cambridge Analytica við gagnaöflun á Facebook í fyrra. Blaðið greindi reyndar frá því í desember 2015 að Cambridge Analytica hefði safnað gögnum frá Facebook án samþykkis notenda í tengslum við kosningabaráttu Ted Cruz í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016.Ted Cruz nýtti sér þjónustu Cambridge Analytica í forvali repúblikana árið 2015.vísir/gettyVildi fá upplýsingar um hvaða reglur giltu um gagnasöfnun pólitískra ráðgjafafyrirtækja Það var þó ekki fyrr en í mars á þessu ári sem stjórnendur Facebook viðurkenndu að sumir starfsmenn fyrirtækisins hefðu á haustmánuðum 2015 lýst áhyggjum sínum vegna þess sem þeir töldu óviðeigandi gagnasöfnun Cambridge Analytica í gegnum Facebook. Það var saksóknarinn í Washington D.C. sem fór fram á að fá skjölin með samskiptum starfsmannanna afhent í tengslum við málsókn á hendur Facebook vegna Cambridge Analytica-skandalsins. Samskiptin hófust þann 22. september 2015. Þá krefst einn starfsmaður Facebook þess að fá nánari upplýsingar um það hvaða reglur gilda innan fyrirtækisins um pólitísk ráðgjafafyrirtæki sem voru að nota gögn frá notendum Facebook í kosningabaráttum.Alexander Nix var forstjóri Cambridge Analytica.vísir/gettyCambridge Analytica stærst og öflugast „Okkur grunar að mörg þessara fyrirtækja séu í svipaðri gagnasöfnun, það stærsta og öflugasta hjá íhaldsmönnum er Cambridge Analytica… ófullkomið (vægt til orða tekið) fyrirtæki sem hefur grafið sig djúpt inn á okkar markað,“ segir í tölvupóstinum. Enginn virðist hafa svarað þessu í heila viku og því var sendur ítrekunarpóstur þar sem fram kemur að greiningarfyrirtækin séu að spyrjast fyrir um hvað megi og hvað megi ekki. Þá hefst umræða á meðal starfsmannanna og segir einn að líklegast sé þessi gagnaöflun ekki í samræmi við reglur Facebook. Það sé þó erfitt að segja til um það án þess að vita nánar hvernig Cambridge Analytica er að notfæra sér Facebook. Annar segir á móti að afar ólíklegt sé að greiningarfyrirtækin séu að brjóta einhverjar reglur Facebook. Fyrirtækið ætti ekki að vera að setja sig í samband við greiningarfyrirtækin nema það séu einhver hættumerki.„Getið þið hraðað skoðun ykkar á Cambridge Analytica?“ Samskiptin deyja svo út en starfsmennirnir taka aftur upp þráðinn eftir að Guardian fjallar um Cambridge Analytica, Facebook og kosningabaráttu Ted Cruz í desember 2015. „Getið þið hraðað skoðun ykkar á Cambridge Analytica eða að minnsta kosti sagt okkuar hver næstu skref eru? Því miður er þetta fyrirtæki núna orðið að PR-máli þar sem þessi frétt er á forsíðu á vef Guardian,“ skrifar einn starfsmaður í tölvupósti. Annar skrifar: „Hæ allir, þetta er aðalforgangsmálið núna. Þessi frétt var að koma í Guardian og aðrir fjölmiðlar eru byrjaðir að spyrjast fyrir. Við þurfum að finna út úr þessu eins fljótt og hægt er.“Aðstoðarforstjóri Facebook vill meina að ekkert nýtt komi fram í skjölunum.vísir/gettySegir ekkert nýtt koma fram í skjölunum Í bloggfærslu sem aðstoðarforstjóri Facebook, Paul Grewal, ritaði í dag sagði hann að skjölin sem saksóknarinn í Washington D.C. hefði opinberað í dag gætu valdið misskilningi. Vill hann meina að ekkert nýtt komi fram í skjölunum. Starfsmenn hafi aðeins verið að ræða sín á milli um orðróm sem kom frá keppinauti Cambridge Analytica um að greiningarfyrirtækið væri að taka til sín gögn. Verkfræðingur hjá Facebook hafi kannað málið og ekki fundið nein merki um að slíkt væri í gagni. „Okkur urðu á mistök með Cambridge Analytica og við höfum unnið hörðum höndum að því að laga þau. Við höfum lært heilmikið og sá lærdómur gerir okkur að betra fyrirtæki í framtíðinni,“ segir í færslu Grewal. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. 6. júní 2018 23:15 Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Skjöl þar sem sjá má samskipti á milli starfsmanna samfélagsmiðlarisans Facebook á haustmánuðum 2015 sýna hvernig gert var lítið úr áhyggjum þar innanhúss vegna greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Cambridge Analytica komst ólöglega yfir persónuupplýsingar frá tugum milljóna notenda Facebook og notaði þær meðal annars til þess að beina tilteknum auglýsingum að tilteknum hópum í kosningabaráttu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Fjallað er um samskipti starfsmanna Facebook á vef Guardian en blaðið afhjúpaði ólöglegar aðferðir Cambridge Analytica við gagnaöflun á Facebook í fyrra. Blaðið greindi reyndar frá því í desember 2015 að Cambridge Analytica hefði safnað gögnum frá Facebook án samþykkis notenda í tengslum við kosningabaráttu Ted Cruz í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016.Ted Cruz nýtti sér þjónustu Cambridge Analytica í forvali repúblikana árið 2015.vísir/gettyVildi fá upplýsingar um hvaða reglur giltu um gagnasöfnun pólitískra ráðgjafafyrirtækja Það var þó ekki fyrr en í mars á þessu ári sem stjórnendur Facebook viðurkenndu að sumir starfsmenn fyrirtækisins hefðu á haustmánuðum 2015 lýst áhyggjum sínum vegna þess sem þeir töldu óviðeigandi gagnasöfnun Cambridge Analytica í gegnum Facebook. Það var saksóknarinn í Washington D.C. sem fór fram á að fá skjölin með samskiptum starfsmannanna afhent í tengslum við málsókn á hendur Facebook vegna Cambridge Analytica-skandalsins. Samskiptin hófust þann 22. september 2015. Þá krefst einn starfsmaður Facebook þess að fá nánari upplýsingar um það hvaða reglur gilda innan fyrirtækisins um pólitísk ráðgjafafyrirtæki sem voru að nota gögn frá notendum Facebook í kosningabaráttum.Alexander Nix var forstjóri Cambridge Analytica.vísir/gettyCambridge Analytica stærst og öflugast „Okkur grunar að mörg þessara fyrirtækja séu í svipaðri gagnasöfnun, það stærsta og öflugasta hjá íhaldsmönnum er Cambridge Analytica… ófullkomið (vægt til orða tekið) fyrirtæki sem hefur grafið sig djúpt inn á okkar markað,“ segir í tölvupóstinum. Enginn virðist hafa svarað þessu í heila viku og því var sendur ítrekunarpóstur þar sem fram kemur að greiningarfyrirtækin séu að spyrjast fyrir um hvað megi og hvað megi ekki. Þá hefst umræða á meðal starfsmannanna og segir einn að líklegast sé þessi gagnaöflun ekki í samræmi við reglur Facebook. Það sé þó erfitt að segja til um það án þess að vita nánar hvernig Cambridge Analytica er að notfæra sér Facebook. Annar segir á móti að afar ólíklegt sé að greiningarfyrirtækin séu að brjóta einhverjar reglur Facebook. Fyrirtækið ætti ekki að vera að setja sig í samband við greiningarfyrirtækin nema það séu einhver hættumerki.„Getið þið hraðað skoðun ykkar á Cambridge Analytica?“ Samskiptin deyja svo út en starfsmennirnir taka aftur upp þráðinn eftir að Guardian fjallar um Cambridge Analytica, Facebook og kosningabaráttu Ted Cruz í desember 2015. „Getið þið hraðað skoðun ykkar á Cambridge Analytica eða að minnsta kosti sagt okkuar hver næstu skref eru? Því miður er þetta fyrirtæki núna orðið að PR-máli þar sem þessi frétt er á forsíðu á vef Guardian,“ skrifar einn starfsmaður í tölvupósti. Annar skrifar: „Hæ allir, þetta er aðalforgangsmálið núna. Þessi frétt var að koma í Guardian og aðrir fjölmiðlar eru byrjaðir að spyrjast fyrir. Við þurfum að finna út úr þessu eins fljótt og hægt er.“Aðstoðarforstjóri Facebook vill meina að ekkert nýtt komi fram í skjölunum.vísir/gettySegir ekkert nýtt koma fram í skjölunum Í bloggfærslu sem aðstoðarforstjóri Facebook, Paul Grewal, ritaði í dag sagði hann að skjölin sem saksóknarinn í Washington D.C. hefði opinberað í dag gætu valdið misskilningi. Vill hann meina að ekkert nýtt komi fram í skjölunum. Starfsmenn hafi aðeins verið að ræða sín á milli um orðróm sem kom frá keppinauti Cambridge Analytica um að greiningarfyrirtækið væri að taka til sín gögn. Verkfræðingur hjá Facebook hafi kannað málið og ekki fundið nein merki um að slíkt væri í gagni. „Okkur urðu á mistök með Cambridge Analytica og við höfum unnið hörðum höndum að því að laga þau. Við höfum lært heilmikið og sá lærdómur gerir okkur að betra fyrirtæki í framtíðinni,“ segir í færslu Grewal.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. 6. júní 2018 23:15 Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. 6. júní 2018 23:15
Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00
Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08