Viðskipti erlent

Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Facebook lenti illa í Cambridge Analytica-hneykslinu.
Facebook lenti illa í Cambridge Analytica-hneykslinu. Nordicphotos/Getty

Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, andvirði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda.

Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Face­book, komið fyrir bandaríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsi­aðgerðum gegn fyrirtæki Zuckerbergs vegna málsins.

Stofnunin komst að því að Face­book hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analytica og notaðar í pólitískum tilgangi.

„Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica-málinu heldur grundvallarhugmyndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenningum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.