Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 08:53 Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins. EPA/PETER POWELL Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53
Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26
Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24
Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30