Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 10:15 Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Getty/Joe Raedle Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það er orðinn reglulegur viðburður en að þessu sinni er Boeing að skjóta Starliner-geimfari fyrirtækisins í fyrsta sinn til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Bandaríkin hafa ekki skotið mönnum út í geim til langs tíma og því hafa allar þjóðir sem að geimstöðinni koma reitt sig á Rússa til að manna stöðina. Það gæti breyst á næsta ári, ef vel gengur í dag. Samkvæmt NASA áætla veðurfræðingar að 80 prósent líkur séu á því að ekki þurfi að hætta við geimskotið.Starliner-farið er hannað til þess að tengjast sjálfkrafa við geimstöðina þannig að geimfarar um borð þurfi ekki að gera það sjálfir. Það verður reynt á laugardaginn. Yfirleitt er tenging einn erfiðasti hluti geimferða. Eftir að geimfararnir um borð í geimstöðinni opna farið munu þeir flytja farminn úr því og kanna svo ástand þess ítarlega. Þann 28. desember er svo áætlað að senda geimfarið aftur til jarðarinnar. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug frá ULA og er stefnt á að það verði gert klukkan 11:36. Þá er gert ráð fyrir að Starliner nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn, eftir um 26 klukkustunda ferðalag. Um borð eru tæp 280 kíló af birgðum og jólagjafir til þeirra sex geimfara sem eru um borð.Hægt verður að fylgjast með hér í fréttinni þegar nær dregur. Today's #Starliner #AtlasV launch is an instantaneous launch - that means the rocket has a precise moment when it has to launch in order to get on the path to catch the @Space_Station in orbit. pic.twitter.com/99Flw0aY6y— Boeing Space (@BoeingSpace) December 20, 2019 Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira
Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það er orðinn reglulegur viðburður en að þessu sinni er Boeing að skjóta Starliner-geimfari fyrirtækisins í fyrsta sinn til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Bandaríkin hafa ekki skotið mönnum út í geim til langs tíma og því hafa allar þjóðir sem að geimstöðinni koma reitt sig á Rússa til að manna stöðina. Það gæti breyst á næsta ári, ef vel gengur í dag. Samkvæmt NASA áætla veðurfræðingar að 80 prósent líkur séu á því að ekki þurfi að hætta við geimskotið.Starliner-farið er hannað til þess að tengjast sjálfkrafa við geimstöðina þannig að geimfarar um borð þurfi ekki að gera það sjálfir. Það verður reynt á laugardaginn. Yfirleitt er tenging einn erfiðasti hluti geimferða. Eftir að geimfararnir um borð í geimstöðinni opna farið munu þeir flytja farminn úr því og kanna svo ástand þess ítarlega. Þann 28. desember er svo áætlað að senda geimfarið aftur til jarðarinnar. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug frá ULA og er stefnt á að það verði gert klukkan 11:36. Þá er gert ráð fyrir að Starliner nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn, eftir um 26 klukkustunda ferðalag. Um borð eru tæp 280 kíló af birgðum og jólagjafir til þeirra sex geimfara sem eru um borð.Hægt verður að fylgjast með hér í fréttinni þegar nær dregur. Today's #Starliner #AtlasV launch is an instantaneous launch - that means the rocket has a precise moment when it has to launch in order to get on the path to catch the @Space_Station in orbit. pic.twitter.com/99Flw0aY6y— Boeing Space (@BoeingSpace) December 20, 2019
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira