Eldur kom upp í bíl rétt fyrir utan Akranes á sjöunda tímanum í dag.
Engin slys urðu á fólki.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akraness var eldurinn minniháttar og búið að slökkva hann. Ekki er ljóst hver upptök eldsins voru.
Eldur í bíl á Akranesi
Vésteinn Örn Pétursson skrifar
