Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2019 11:00 Harald T. Nesvik, sjávarútvegsráðherra Noregs, er kominn til Japans til að ræða við þarlend stjórnvöld. Mynd/FRP, Bjørn Inge Bergestuen. Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. Norski ráðherrann verður í Japan til 15. mars en megintilgangur heimsóknarinnar er að styrkja viðskiptatengsl þjóðanna á sviði sjávarútvegs og ræða um mögulegan viðskiptasamning. „Japan er mikilvægasti markaður Noregs í Asíu fyrir sjávarafurðir. Hann er sá markaður sem á margan hátt hefur mesta þýðingu fyrir norska laxaævintýrið,“ segir ráðherrann í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Þar kemur fram að Norðmenn fluttu út sjávarafurðir til Japans á síðasta ári fyrir um 55 milljarða íslenskra króna. Norskar sjávarafurðir voru seldar til Japans fyrir yfir 50 milljarða íslenskra króna í fyrra.Mynd/Getty. Framkvæmdastjóri Sjømat Norge, samtaka norska sjávarútvegsins, Geir Ove Ystmark, hvatti til þess í viðtali í Fiskeribladet í síðasta mánuði að sjávarútvegsráðherrann myndi krefja japanska ráðamenn um aukinn markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í staðinn fyrir sérfræðiráðgjöf, sem Norðmenn hefðu veitt Japönum á sviði hvalveiða. Hann benti á að fulltrúar frá Japan hefðu nýlega verið í Noregi til að kynna sér stjórnun og kvótasetningu hvalveiða en Japanir stefna að því að hefja atvinnuveiðar að nýju þann 1. júlí í sumar. Japönsk stjórnvöld tilkynntu í desember að þau hefðu ákveðið að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og tekur úrsögnin gildi 30. júní. Japanir hafa sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja atvinnuveiðar í sumar. Þeir leita nú í smiðju til Norðmanna um sérfræðiráðgjöf.Mynd/EPA. „Vilji þeir fá okkar sérfræðiþekkingu, þá eigum við að fá markaðsaðgang fyrir okkar hvalaafurðir í staðinn,“ sagði Geir Ystmark. Hann sagði að Norðmenn hefðu þegar aðgang að japanska markaðnum með frosið hvalkjöt en þegar kæmi að ferskum afurðum væri reglurnar flóknar og ruglingslegar. „Ef það er eitthvað sem norskar hvalveiðar þurfa, þá er það markaðsaðgang,“ sagði hann en norski hvalveiðikvótinn gerir ráð fyrir að allt að 1.278 hrefnur verði veiddar við Noregsstrendur í ár. Sjávarútvegsráðherrann tók vel í þessa kröfu og lýsti því yfir að hann hygðist ræða um markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í Japansheimsókninni. Fiskeldi Hvalveiðar Japan Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 „Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30 Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. Norski ráðherrann verður í Japan til 15. mars en megintilgangur heimsóknarinnar er að styrkja viðskiptatengsl þjóðanna á sviði sjávarútvegs og ræða um mögulegan viðskiptasamning. „Japan er mikilvægasti markaður Noregs í Asíu fyrir sjávarafurðir. Hann er sá markaður sem á margan hátt hefur mesta þýðingu fyrir norska laxaævintýrið,“ segir ráðherrann í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Þar kemur fram að Norðmenn fluttu út sjávarafurðir til Japans á síðasta ári fyrir um 55 milljarða íslenskra króna. Norskar sjávarafurðir voru seldar til Japans fyrir yfir 50 milljarða íslenskra króna í fyrra.Mynd/Getty. Framkvæmdastjóri Sjømat Norge, samtaka norska sjávarútvegsins, Geir Ove Ystmark, hvatti til þess í viðtali í Fiskeribladet í síðasta mánuði að sjávarútvegsráðherrann myndi krefja japanska ráðamenn um aukinn markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í staðinn fyrir sérfræðiráðgjöf, sem Norðmenn hefðu veitt Japönum á sviði hvalveiða. Hann benti á að fulltrúar frá Japan hefðu nýlega verið í Noregi til að kynna sér stjórnun og kvótasetningu hvalveiða en Japanir stefna að því að hefja atvinnuveiðar að nýju þann 1. júlí í sumar. Japönsk stjórnvöld tilkynntu í desember að þau hefðu ákveðið að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og tekur úrsögnin gildi 30. júní. Japanir hafa sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja atvinnuveiðar í sumar. Þeir leita nú í smiðju til Norðmanna um sérfræðiráðgjöf.Mynd/EPA. „Vilji þeir fá okkar sérfræðiþekkingu, þá eigum við að fá markaðsaðgang fyrir okkar hvalaafurðir í staðinn,“ sagði Geir Ystmark. Hann sagði að Norðmenn hefðu þegar aðgang að japanska markaðnum með frosið hvalkjöt en þegar kæmi að ferskum afurðum væri reglurnar flóknar og ruglingslegar. „Ef það er eitthvað sem norskar hvalveiðar þurfa, þá er það markaðsaðgang,“ sagði hann en norski hvalveiðikvótinn gerir ráð fyrir að allt að 1.278 hrefnur verði veiddar við Noregsstrendur í ár. Sjávarútvegsráðherrann tók vel í þessa kröfu og lýsti því yfir að hann hygðist ræða um markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í Japansheimsókninni.
Fiskeldi Hvalveiðar Japan Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 „Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30 Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
„Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30
Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15
Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00