Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 10:24 Biden var varaforseti Baracks Obama og er talinn líklegur til afreka bjóði hann sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni. Bandaríkin MeToo Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira