Bandaríska Talibananum sleppt úr haldi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:55 John Walker Lindh, eftir og fyrir hann var handsamaður í Afganistan árið 2001. Vísir/AP Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira