Vildu kenna Bandaríkjunum lexíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Brak úr vopnum og drónum frá árásinni. Vísir/Getty Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00