Atletico búið að ganga frá kaupum á Trippier Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2019 15:03 Trippier spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júnímánaðar vísir/getty BBC segir Kieran Trippier orðinn leikmann Atletico Madrid. Hann kemur til Madrid frá Tottenham fyrir 20 milljónir punda. Trippier er 28 ára hægri bakvörður sem hefur verið í herbúðum Tottenham frá 2015. Hann á yfir 100 leiki að baki fyrir Tottenham og var lykilmaður í vörn Englands á HM 2018. Hvorugt félaganna hefur staðfest fréttirnar í dag, en fyrr í vikunni var búið að greina frá því að kaupin myndu ganga í gegn fyrir helgi. Blaðamaður BBC segir söluna hins vegar frágengna og tilkynning sé væntanleg seinna í kvöld.Kieran Trippier’s move from Tottenham to Atletico Madrid is a done deal - England right-back has passed his medical and signed a four-year contract in a deal worth ~£20m plus add-ons, ending his four-year spell at Spurs. Transfer to be announced this evening #THFC#AtleticoMadrid — David Ornstein (@bbcsport_david) July 17, 2019 Samkvæmt Orstein er samningur Trippier til fjögurra ára, sem bindur hann hjá Atletico til 2023. Englendingurinn er uppalinn í akademíu Manchester City. Þaðan fór hann á lán til Barnsley og síðar Burnley. Burnley keypti hann árið 2012 og var hann þar í þrjú ár áður en Tottenham fékk bakvörðinn til sín. Hann hefur samtals spilað 346 leiki fyrir Barnsley, Burnley og Tottenham og skorað í þeim 11 mörk. Hann á 16 A-landsleiki fyrir England og eitt mark. Trippier er þriðji varnarmaðurinn sem Diego Simeone fær til sín í sumar, á eftir miðverðinum Felipe frá Porto og vinstri bakverðinum Renan Lodi frá brasilíska liðinu Athletico Paranaense. Þá hefur Diego Godin yfirgefið Atletico fyrir Inter Milan. Þar að auki hefur Atletico fengið Joao Felix og Marcos Llorente. Heildareyðsla Atletico í sumar er því komin yfir 170 milljónir punda. Atletico fékk hins vegar um 108 milljónir fyrir Antoine Griezmann þegar hann fór til Barcelona.Uppfært klukkan 16:20: Tottenham hefur staðfest að Trippier yfirgefi félagið fyrir Atletico Madrid. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
BBC segir Kieran Trippier orðinn leikmann Atletico Madrid. Hann kemur til Madrid frá Tottenham fyrir 20 milljónir punda. Trippier er 28 ára hægri bakvörður sem hefur verið í herbúðum Tottenham frá 2015. Hann á yfir 100 leiki að baki fyrir Tottenham og var lykilmaður í vörn Englands á HM 2018. Hvorugt félaganna hefur staðfest fréttirnar í dag, en fyrr í vikunni var búið að greina frá því að kaupin myndu ganga í gegn fyrir helgi. Blaðamaður BBC segir söluna hins vegar frágengna og tilkynning sé væntanleg seinna í kvöld.Kieran Trippier’s move from Tottenham to Atletico Madrid is a done deal - England right-back has passed his medical and signed a four-year contract in a deal worth ~£20m plus add-ons, ending his four-year spell at Spurs. Transfer to be announced this evening #THFC#AtleticoMadrid — David Ornstein (@bbcsport_david) July 17, 2019 Samkvæmt Orstein er samningur Trippier til fjögurra ára, sem bindur hann hjá Atletico til 2023. Englendingurinn er uppalinn í akademíu Manchester City. Þaðan fór hann á lán til Barnsley og síðar Burnley. Burnley keypti hann árið 2012 og var hann þar í þrjú ár áður en Tottenham fékk bakvörðinn til sín. Hann hefur samtals spilað 346 leiki fyrir Barnsley, Burnley og Tottenham og skorað í þeim 11 mörk. Hann á 16 A-landsleiki fyrir England og eitt mark. Trippier er þriðji varnarmaðurinn sem Diego Simeone fær til sín í sumar, á eftir miðverðinum Felipe frá Porto og vinstri bakverðinum Renan Lodi frá brasilíska liðinu Athletico Paranaense. Þá hefur Diego Godin yfirgefið Atletico fyrir Inter Milan. Þar að auki hefur Atletico fengið Joao Felix og Marcos Llorente. Heildareyðsla Atletico í sumar er því komin yfir 170 milljónir punda. Atletico fékk hins vegar um 108 milljónir fyrir Antoine Griezmann þegar hann fór til Barcelona.Uppfært klukkan 16:20: Tottenham hefur staðfest að Trippier yfirgefi félagið fyrir Atletico Madrid.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira