Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2019 10:20 Þinghúsið í Missouri. Vísir/AP Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. Guardian greinir frá. Löggjöfin var samþykkt af efri deild þingsins síðasta fimmtudag og fékk samþykki fulltrúadeildar í gærkvöldi. Lögin hafa því verið borin fyrir ríkisstjórann, Mike Parson, og er búist við því að Parson, sem kemur úr röðum repúblikanaflokksins, muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Parson hefur stutt löggjöfina og á stuðningsfundi í vikunni sagði hann „Þangað til að þungunarrof verður ekki framkvæmt í landinu, mun ég aldrei gefa eftir í baráttunni fyrir lífum“ Með nýrri löggjöf í Missouri verður þungunarrof óheimilt í ríkinu eftir átta vikur, tveimur vikum síðar en í Alabama. Líkt og í Alabama verða ekki gerðar undantekningar vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þó verður hægt að gangast undir þungunarrof ógni þungunin lífi móður. Læknar í Missouri, sem framkvæma þungunarrof eftir meira en 8 vikna þungun, eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi en fyrir sama „brot“ í Alabama geta læknar hlotið 99 ára fangelsisdóm. Konur í Missouri sem gangast undir þungunarrof eiga ekki í hættu að verða dæmdar til fangelsisvistar. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. Guardian greinir frá. Löggjöfin var samþykkt af efri deild þingsins síðasta fimmtudag og fékk samþykki fulltrúadeildar í gærkvöldi. Lögin hafa því verið borin fyrir ríkisstjórann, Mike Parson, og er búist við því að Parson, sem kemur úr röðum repúblikanaflokksins, muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Parson hefur stutt löggjöfina og á stuðningsfundi í vikunni sagði hann „Þangað til að þungunarrof verður ekki framkvæmt í landinu, mun ég aldrei gefa eftir í baráttunni fyrir lífum“ Með nýrri löggjöf í Missouri verður þungunarrof óheimilt í ríkinu eftir átta vikur, tveimur vikum síðar en í Alabama. Líkt og í Alabama verða ekki gerðar undantekningar vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þó verður hægt að gangast undir þungunarrof ógni þungunin lífi móður. Læknar í Missouri, sem framkvæma þungunarrof eftir meira en 8 vikna þungun, eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi en fyrir sama „brot“ í Alabama geta læknar hlotið 99 ára fangelsisdóm. Konur í Missouri sem gangast undir þungunarrof eiga ekki í hættu að verða dæmdar til fangelsisvistar.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00