Ósk Salah á að hafa komið eftir rifrildi við þjálfara liðsins, Jurgen Klopp, en ekki er greint frá í fréttinni um hvað rifrildi þeirra snérist um.
Salah hefur farið á kostum síðustu tvö tímabil og spilaði stóran þátt í því að liðið fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.
Umboðsmaður Salah hefur hins vegar tjáð sig um sögusagnirnar á Twitter og á hans skrifum er ekki að sjá að Salah sé á leið burt frá þeim rauðklæddu úr Bítlaborginni.
Talking out of their AS again I see.
— Ramy Abbas Issa (@RamyCol) April 17, 2019
Salah verður í eldlínunni í kvöld er Liverpool mætir Porto í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0.