Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2019 08:24 Amber Kyzer í vitnastúkunni. YouTube Móðir fimm barna sem voru myrt af föður þeirra hefur beðið kviðdóm um að þyrma lífi hans. Móðirin heitir Amber Kyzer en hún sagði þetta í vitnastúku í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar haft eftir Kyzer að barnsfaðir hennar, Tim Jones Jr., hefði ekki sýnt börnum þeirra miskunn, en börnin þeirra hefðu engu að síður elskað hann. Tim Jones Jr. er 37 ára gamall en hann var sakfelldur í maí síðastliðnum fyrir að hafa myrt börnin fimm, á aldrinum eins til átta ára, á heimili sínu nærri Lexington í ágúst árið 2014. Kviðdómurinn veltir nú fyrir sér hvort taka eigi Jones af lífi eða dæma hann til ævilangrar fangelsisvistar. „Ég hef fengið að heyra hvað börnin mín gengu í gegnum og hvað þau þurftu að þola. Sem móðir gæti ég persónulega rifið andlitið af honum. Það er hins vegar móðureðlið sem segir mér að gera það,“ segir Kyzer. Hún sagðist hafa verið andvíg dauðarefsingu nánast allt sitt líf. Þrátt fyrir að hafa vonast eftir að réttarkerfið myndi taka fyrrverandi eiginmann sinn af lífi þá myndi hún að lokum kjósa að svo færi ekki. „Hann sýndi börnum mínum enga miskunn. En börnin mín elskuðu hann og ef ég á að tala fyrir hönd þeirra en ekki minnar, þá er það sem ég vil sagt hafa.“Tim Jones jr.Hún bætti þó við að hún myndi virða þá niðurstöðu sem kviðdómurinn kemst að. Það voru verjendur barnsföður hennar sem kölluðu hana til vitnis. Þau gengu í hjónaband sex vikum eftir að þau kynntust árið 2004, en þau höfðu starfað saman í skemmtigarði fyrir börn nærri Chicago. Hún sagði að eftir því sem tíminn leið hefði Jones sífellt orðið strangari og heimtað að konur ættu að hafa sig hægar. Þegar þau skildu eftir níu ára hjónaband veitti hún honum forræði yfir börnunum því hann þénaði um 80 þúsund dollara á ári sem tölvuverkfræðingur og átti þar að auki bíl. Hún fékk að hitta börnin á hverjum laugardegi á veitingastað. Daginn sem hann myrti börnin missti hann gjörsamlega stjórn á sér þegar hann sá sex ára gamlan son sinn Nahtahn leika sér með innstungu á heimilinu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Hann setti lík þeirra í bíl sinn og keyrði um í níu daga áður en hann skildi lík þeirra eftir í óbyggðum í Alabama. Hann var handtekinn við reglubundið umferðareftirlit í Mississippi eftir að lögreglumenn höfðu fundið nálykt í bílnum hans. Jones neitaði sök og hélt því fram að hann væri ekki sakhæfur sökum geðrænna vandamála. Verjendur hans telja að Jones hafi verið með ógreindan geðklofa. Töldu verjendur hans að Jones hefði misst tökin þegar konan hans fór frá honum fyrir táningspilt sem bjó í næsta húsi. Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Móðir fimm barna sem voru myrt af föður þeirra hefur beðið kviðdóm um að þyrma lífi hans. Móðirin heitir Amber Kyzer en hún sagði þetta í vitnastúku í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar haft eftir Kyzer að barnsfaðir hennar, Tim Jones Jr., hefði ekki sýnt börnum þeirra miskunn, en börnin þeirra hefðu engu að síður elskað hann. Tim Jones Jr. er 37 ára gamall en hann var sakfelldur í maí síðastliðnum fyrir að hafa myrt börnin fimm, á aldrinum eins til átta ára, á heimili sínu nærri Lexington í ágúst árið 2014. Kviðdómurinn veltir nú fyrir sér hvort taka eigi Jones af lífi eða dæma hann til ævilangrar fangelsisvistar. „Ég hef fengið að heyra hvað börnin mín gengu í gegnum og hvað þau þurftu að þola. Sem móðir gæti ég persónulega rifið andlitið af honum. Það er hins vegar móðureðlið sem segir mér að gera það,“ segir Kyzer. Hún sagðist hafa verið andvíg dauðarefsingu nánast allt sitt líf. Þrátt fyrir að hafa vonast eftir að réttarkerfið myndi taka fyrrverandi eiginmann sinn af lífi þá myndi hún að lokum kjósa að svo færi ekki. „Hann sýndi börnum mínum enga miskunn. En börnin mín elskuðu hann og ef ég á að tala fyrir hönd þeirra en ekki minnar, þá er það sem ég vil sagt hafa.“Tim Jones jr.Hún bætti þó við að hún myndi virða þá niðurstöðu sem kviðdómurinn kemst að. Það voru verjendur barnsföður hennar sem kölluðu hana til vitnis. Þau gengu í hjónaband sex vikum eftir að þau kynntust árið 2004, en þau höfðu starfað saman í skemmtigarði fyrir börn nærri Chicago. Hún sagði að eftir því sem tíminn leið hefði Jones sífellt orðið strangari og heimtað að konur ættu að hafa sig hægar. Þegar þau skildu eftir níu ára hjónaband veitti hún honum forræði yfir börnunum því hann þénaði um 80 þúsund dollara á ári sem tölvuverkfræðingur og átti þar að auki bíl. Hún fékk að hitta börnin á hverjum laugardegi á veitingastað. Daginn sem hann myrti börnin missti hann gjörsamlega stjórn á sér þegar hann sá sex ára gamlan son sinn Nahtahn leika sér með innstungu á heimilinu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Hann setti lík þeirra í bíl sinn og keyrði um í níu daga áður en hann skildi lík þeirra eftir í óbyggðum í Alabama. Hann var handtekinn við reglubundið umferðareftirlit í Mississippi eftir að lögreglumenn höfðu fundið nálykt í bílnum hans. Jones neitaði sök og hélt því fram að hann væri ekki sakhæfur sökum geðrænna vandamála. Verjendur hans telja að Jones hafi verið með ógreindan geðklofa. Töldu verjendur hans að Jones hefði misst tökin þegar konan hans fór frá honum fyrir táningspilt sem bjó í næsta húsi.
Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira