Sýknuð af morði á nýfæddu barni sínu sem hún gróf úti í garði Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 11:47 Richardson við dómsuppkvaðningu í Ohio í gær. Vísir/AP Brooke Skylar Richardson, tvítug kona frá Ohio sem ákærð var fyrir að myrða nýfætt barn sitt vorið 2017, var sýknuð af morðákærunum í gær. Lík barnsins fannst grafið í garði Richardson-fjölsyldunnar um tveimur mánuðum eftir fæðinguna.Sjá einnig: Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Málið hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum. Richardson var átján ára þegar hún fæddi stúlkubarn inni á baðherbergi á heimili sínu í bænum Carlisle í Ohio í maí árið 2017. Hún hafði falið meðgönguna fyrir bæði foreldrum sínum og kærasta en enginn nákominn henni hafði minnstu hugmynd um að hún gengi með barn. Eins og áður segir var Richardson sýknuð af ákærum um morð. Þá var hún einnig sýknuð af ákærum um að stofna lífi barns í hættu, auk manndrápsákæru. Richardson var hins vegar sakfelld fyrir að svívirða lík. Refsing yfir henni verður kveðin upp síðar dag. Gert er ráð fyrir að hún hljóti skilorðsbundinn dóm.Richardson ræðir við föður sinn, Scott, í dómsal á miðvikudag.Vísir/APSaksóknari hélt því fram að Richardson hefði fætt barnið, lamið það í höfuðið og grafið líkið svo úti í garði. Þetta var byggt á niðurstöðum réttarmeinalæknis, sem sagði barnið hafa látist af „ofbeldi ætluðu til manndráps“. Saksóknari byggði mál sitt jafnframt á því að Richardson hefði slegið leitarorðin „hvernig skal losa sig við barn“ inn í leitarvélar á netinu. Þá hafi hún viðurkennt í yfirheyrslu lögreglu að hún gæti hafa séð barnið hreyfa sig og gefa frá sér hljóð. Richardson hafi þannig myrt barnið, og það hafi hún enn fremur gert til að fá ekki smánarblett á „fullkomið líf“ sitt. Richardson hélt því ætíð fram að barnið, sem hún nefndi Annabelle, hafi fæðst andvana. Hún hafi grafið líkið vegna þess að hún var sorgmædd og hrædd. Sálfræðingur sem bar vitni við réttarhöldin sagði að klækjabrögðum hefði verið beitt við yfirheyrslur til að knýja fram falskar yfirlýsingar Richardson. Hún væri bæði berskjölduð og óþroskuð, auk þess sem hún væri haldin persónuleikaröskun sem gerði henni illmögulegt annað en að þóknast yfirboðurum sínum. Þannig ætti lögregla afar auðvelt með að sannfæra hana um að lýsa á hendur sér glæpsamlegu athæfi. Bandaríkin Tengdar fréttir Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Brooke Skylar Richardson, tvítug kona frá Ohio sem ákærð var fyrir að myrða nýfætt barn sitt vorið 2017, var sýknuð af morðákærunum í gær. Lík barnsins fannst grafið í garði Richardson-fjölsyldunnar um tveimur mánuðum eftir fæðinguna.Sjá einnig: Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Málið hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum. Richardson var átján ára þegar hún fæddi stúlkubarn inni á baðherbergi á heimili sínu í bænum Carlisle í Ohio í maí árið 2017. Hún hafði falið meðgönguna fyrir bæði foreldrum sínum og kærasta en enginn nákominn henni hafði minnstu hugmynd um að hún gengi með barn. Eins og áður segir var Richardson sýknuð af ákærum um morð. Þá var hún einnig sýknuð af ákærum um að stofna lífi barns í hættu, auk manndrápsákæru. Richardson var hins vegar sakfelld fyrir að svívirða lík. Refsing yfir henni verður kveðin upp síðar dag. Gert er ráð fyrir að hún hljóti skilorðsbundinn dóm.Richardson ræðir við föður sinn, Scott, í dómsal á miðvikudag.Vísir/APSaksóknari hélt því fram að Richardson hefði fætt barnið, lamið það í höfuðið og grafið líkið svo úti í garði. Þetta var byggt á niðurstöðum réttarmeinalæknis, sem sagði barnið hafa látist af „ofbeldi ætluðu til manndráps“. Saksóknari byggði mál sitt jafnframt á því að Richardson hefði slegið leitarorðin „hvernig skal losa sig við barn“ inn í leitarvélar á netinu. Þá hafi hún viðurkennt í yfirheyrslu lögreglu að hún gæti hafa séð barnið hreyfa sig og gefa frá sér hljóð. Richardson hafi þannig myrt barnið, og það hafi hún enn fremur gert til að fá ekki smánarblett á „fullkomið líf“ sitt. Richardson hélt því ætíð fram að barnið, sem hún nefndi Annabelle, hafi fæðst andvana. Hún hafi grafið líkið vegna þess að hún var sorgmædd og hrædd. Sálfræðingur sem bar vitni við réttarhöldin sagði að klækjabrögðum hefði verið beitt við yfirheyrslur til að knýja fram falskar yfirlýsingar Richardson. Hún væri bæði berskjölduð og óþroskuð, auk þess sem hún væri haldin persónuleikaröskun sem gerði henni illmögulegt annað en að þóknast yfirboðurum sínum. Þannig ætti lögregla afar auðvelt með að sannfæra hana um að lýsa á hendur sér glæpsamlegu athæfi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30