Tindastóll á enn möguleika á að komast upp í Pepsi Max-deildina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2019 19:17 Laufey Harpa Halldórsdóttir og stöllur hennar eiga möguleika á að komast upp í Pepsi Max-deildina. MYND/FACEBOOK-SÍÐA TINDASTÓLS Það ræðst í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna eftir viku hvort FH eða Tindastóll fylgir Þrótti R. upp í Pepsi Max-deildina. Grindavík er hins vegar fallið niður í 2. deild og hefur farið niður um tvær deildir á jafn mörgum árum. FH gerði 2-2 jafntefli við Augnablik í Kaplakrika í kvöld. Birta Georgsdóttir tryggði FH-ingum stig þegar hún jafnaði í 2-2 þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. FH, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum, er með tveggja stiga forskot á Tindastól sem vann botnlið ÍR, 0-4, í Mjóddinni. Þetta var fimmti sigur Stólanna í röð sem eiga möguleika á að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Murielle Tiernan skoraði tvö mörk fyrir Tindastól í kvöld. Hún er markahæst í deildinni með 22 mörk. Í lokaumferðinni 20. september sækir FH Aftureldingu heim á meðan Tindastóll fær ÍA í heimsókn. FH-ingum ætti að duga jafntefli til að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni þar sem markatala þeirra er miklu betri en Stólanna. FH er með 23 mörk í plús en Tindastóll ellefu. Haukar sendu Grindavík niður í 2. deild með 0-2 sigri í leik liðanna suður með sjó. Grindvíkingar féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra og eru núna fallnir úr Inkasso-deildinni. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Haukar eiga afar veika von um að komast upp í Pepsi Max-deildina. Til þess þurfa þeir að vinna ÍR-inga mjög stórt í lokaumferðinni og treysta á að FH tapi og Tindastóll vinni ekki. Fjölnir vann topplið Þróttar, 3-1, í Grafarvoginum. Þetta fyrsta tap Þróttara síðan 5. júlí kom ekki að sök þar sem þeir eru búnir að vinna deildina. Fjölniskonur eru í 8. sæti með 19 stig. Þá vann ÍA 2-0 sigur á Aftureldingu á Akranesi. Með sigrinum komust Skagakonur upp í 6. sæti deildarinnar. Mosfellingar eru í 5. sætinu en þeir hafa aðeisn fengið eitt stig í síðustu fimm leikjum sínum.Úrslitin í kvöld: FH 2-2 Augnablik ÍR 0-4 Tindastóll Grindavík 0-2 Haukar Fjölnir 3-1 Þróttur R. ÍA 2-0 AftureldingStaðan í Inkasso-deild kvenna. Inkasso-deildin Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Það ræðst í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna eftir viku hvort FH eða Tindastóll fylgir Þrótti R. upp í Pepsi Max-deildina. Grindavík er hins vegar fallið niður í 2. deild og hefur farið niður um tvær deildir á jafn mörgum árum. FH gerði 2-2 jafntefli við Augnablik í Kaplakrika í kvöld. Birta Georgsdóttir tryggði FH-ingum stig þegar hún jafnaði í 2-2 þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. FH, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum, er með tveggja stiga forskot á Tindastól sem vann botnlið ÍR, 0-4, í Mjóddinni. Þetta var fimmti sigur Stólanna í röð sem eiga möguleika á að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Murielle Tiernan skoraði tvö mörk fyrir Tindastól í kvöld. Hún er markahæst í deildinni með 22 mörk. Í lokaumferðinni 20. september sækir FH Aftureldingu heim á meðan Tindastóll fær ÍA í heimsókn. FH-ingum ætti að duga jafntefli til að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni þar sem markatala þeirra er miklu betri en Stólanna. FH er með 23 mörk í plús en Tindastóll ellefu. Haukar sendu Grindavík niður í 2. deild með 0-2 sigri í leik liðanna suður með sjó. Grindvíkingar féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra og eru núna fallnir úr Inkasso-deildinni. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Haukar eiga afar veika von um að komast upp í Pepsi Max-deildina. Til þess þurfa þeir að vinna ÍR-inga mjög stórt í lokaumferðinni og treysta á að FH tapi og Tindastóll vinni ekki. Fjölnir vann topplið Þróttar, 3-1, í Grafarvoginum. Þetta fyrsta tap Þróttara síðan 5. júlí kom ekki að sök þar sem þeir eru búnir að vinna deildina. Fjölniskonur eru í 8. sæti með 19 stig. Þá vann ÍA 2-0 sigur á Aftureldingu á Akranesi. Með sigrinum komust Skagakonur upp í 6. sæti deildarinnar. Mosfellingar eru í 5. sætinu en þeir hafa aðeisn fengið eitt stig í síðustu fimm leikjum sínum.Úrslitin í kvöld: FH 2-2 Augnablik ÍR 0-4 Tindastóll Grindavík 0-2 Haukar Fjölnir 3-1 Þróttur R. ÍA 2-0 AftureldingStaðan í Inkasso-deild kvenna.
Inkasso-deildin Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira