Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir Tansaníu ekki veita nægar upplýsingar um ebólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 12:19 Heilbrigðisstarfsmaður heldur á barni sem talið er vera sýkt af ebólu. getty/John Moore Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega. Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega.
Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21
Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03
Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29