Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2019 11:15 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/VICKIE FLORES Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. Skýrslan sem var unnin af Leyniþjónustu- og öryggisnefnd breska þingsins er tilbúin til opinberar birtingar en ríkisstjórn Boris Johnson ætlar ekki að birta hana fyrr en eftir þingkosningarnar 12. desember. Umrædd skýrsla, sem er meðal annars unnin úr gögnum frá leyniþjónustum Bretlands, inniheldur ásakanir um njósnir, niðurrifsstarfsemi og afskipti af kosningum í Bretlandi, samkvæmt frétt BBC. Hún fjallar einnig að einhverju leyti um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit 2016 og þingkosningarnar 2017. Skýrslan var færð forsætisráðuneytinu þann 17. október en ákveðið hefur verið að bíða með birtingu hennar þar til eftir kosningar. Meðlimir nefndarinnar og forsvarsmenn leyniþjónusta eru verulega ósáttir við þá ákvörðun en meðlimir ríkisstjórnar Johnson segja það eðlilegt þar sem innihald skýrslunnar væri viðkvæmt. Heimildir fjölmiðla ytra herma þó að engir forsvarsmenn ríkisstofnana sem að skýrslunni koma hafi sett sig gegn birtingu hennar. Búið sé að tryggja að engar leynilegar upplýsingar sé að finna þar. Ákvörðunin sé alfarið á höndum forsætisráðuneytisins.The Times sagði frá því á sunnudaginn (áskriftarvefur) að í skýrslunni séu níu rússneskir viðskiptamenn sem hafi gefið fjármuni til Íhaldsflokks Boris Johnson nefndir á nafn. Sumir þeirra hafi náin tengsl við Johnson. Ekki er þó ljóst hvort þeir séu nefndir í þeim hluta skýrslunnar sem birta á opinberlega.Einn þeirra heitir Alexander Temerko. Hann hefur unnið fyrir Varnarmálaráðuneyti Rússlands og hefur talað opinberlega um „vin sinn“ Boris Johnson. Temerko er sagður hafa gefið Íhaldsflokknum 1,2 milljónir punda á síðustu sjö árum. Annar heitir Alexander Lebedev og er fyrrverandi útsendari KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hann keypti á árum áður dagblaðið Evening Standard og það með leyfi síðustu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Samkvæmt The Times bauð Evgeny Lebedev, sonur Alexander, Boris Johnson í nokkrum sinnum í samkvæmi fjölskyldunnar í kastala fjölskyldunnar nærri Perugia á Ítalíu. Johnson er sagður hafa farið í eitt slíkt samkvæmi í apríl 2018, þegar hann var utanríkisráðherra, og fór hann án þeirrar öryggisgæslu sem fylgir breskum ráðherrum að venju. Stærsti rússneski stuðningsmaður Íhaldsflokksins er Lubov Chernukhin, eiginkona Vladimir Chernukhin, sem er fyrrverandi bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hún greiddi 160 þúsund pund fyrir tennisleik við Johnson og hefur gefið flokknum rúmlega 450 þúsund pund á síðastliðnu ári.Emily Thornberry, skuggaráðherra utanríkismála hjá Verkamannaflokknum.EPA/ANDY RAINStjórnarandstæðingar segja greinilegt að forsætisráðuneytið hafi dregið úr birtingu skýrslunnar af pólitískum ástæðum. Emily Thornberry úr Verkamannaflokknum hélt því fram í síðustu viku að töfin væri óréttlætanleg og sagði greinilegt að pólitískar ástæður lægju þar að baki. „Ég óttast að þetta sé vegna þess að þeir átta sig á að skýrslan muni leiða til frekari spurninga á um aðkomu Rússa varðandi Brexit og núverandi leiðtoga Íhaldsflokksins og það muni koma niður á kosningabaráttu þeirra,“ sagði hún. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, segir ákvörðun ríkisstjórnar Bretlands „skammarlega“. Breskir kjósendur eigi rétt á því að vita hvað komi fram í skýrslunni. Í viðtali við BBC sagði hún ljóst að Rússar hefðu haft umfangsmikil afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og þeir séu enn að hafa áhrif á stjórnmálin þar í landi. „Það er enginn vafi. Við vitum það í okkar landi, við höfum séð það í Evrópu og við höfum séð það hér [í Bretlandi], að sérstaklega Rússar eru ákveðnir að hafa reyna að hafa áhrif á þróun stjórnmála í vestrænum lýðræðisríkjum,“ sagði Clinton. „Ekki í okkar hag, heldur þeirra.“ Bretland Brexit Rússland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. Skýrslan sem var unnin af Leyniþjónustu- og öryggisnefnd breska þingsins er tilbúin til opinberar birtingar en ríkisstjórn Boris Johnson ætlar ekki að birta hana fyrr en eftir þingkosningarnar 12. desember. Umrædd skýrsla, sem er meðal annars unnin úr gögnum frá leyniþjónustum Bretlands, inniheldur ásakanir um njósnir, niðurrifsstarfsemi og afskipti af kosningum í Bretlandi, samkvæmt frétt BBC. Hún fjallar einnig að einhverju leyti um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit 2016 og þingkosningarnar 2017. Skýrslan var færð forsætisráðuneytinu þann 17. október en ákveðið hefur verið að bíða með birtingu hennar þar til eftir kosningar. Meðlimir nefndarinnar og forsvarsmenn leyniþjónusta eru verulega ósáttir við þá ákvörðun en meðlimir ríkisstjórnar Johnson segja það eðlilegt þar sem innihald skýrslunnar væri viðkvæmt. Heimildir fjölmiðla ytra herma þó að engir forsvarsmenn ríkisstofnana sem að skýrslunni koma hafi sett sig gegn birtingu hennar. Búið sé að tryggja að engar leynilegar upplýsingar sé að finna þar. Ákvörðunin sé alfarið á höndum forsætisráðuneytisins.The Times sagði frá því á sunnudaginn (áskriftarvefur) að í skýrslunni séu níu rússneskir viðskiptamenn sem hafi gefið fjármuni til Íhaldsflokks Boris Johnson nefndir á nafn. Sumir þeirra hafi náin tengsl við Johnson. Ekki er þó ljóst hvort þeir séu nefndir í þeim hluta skýrslunnar sem birta á opinberlega.Einn þeirra heitir Alexander Temerko. Hann hefur unnið fyrir Varnarmálaráðuneyti Rússlands og hefur talað opinberlega um „vin sinn“ Boris Johnson. Temerko er sagður hafa gefið Íhaldsflokknum 1,2 milljónir punda á síðustu sjö árum. Annar heitir Alexander Lebedev og er fyrrverandi útsendari KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hann keypti á árum áður dagblaðið Evening Standard og það með leyfi síðustu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Samkvæmt The Times bauð Evgeny Lebedev, sonur Alexander, Boris Johnson í nokkrum sinnum í samkvæmi fjölskyldunnar í kastala fjölskyldunnar nærri Perugia á Ítalíu. Johnson er sagður hafa farið í eitt slíkt samkvæmi í apríl 2018, þegar hann var utanríkisráðherra, og fór hann án þeirrar öryggisgæslu sem fylgir breskum ráðherrum að venju. Stærsti rússneski stuðningsmaður Íhaldsflokksins er Lubov Chernukhin, eiginkona Vladimir Chernukhin, sem er fyrrverandi bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hún greiddi 160 þúsund pund fyrir tennisleik við Johnson og hefur gefið flokknum rúmlega 450 þúsund pund á síðastliðnu ári.Emily Thornberry, skuggaráðherra utanríkismála hjá Verkamannaflokknum.EPA/ANDY RAINStjórnarandstæðingar segja greinilegt að forsætisráðuneytið hafi dregið úr birtingu skýrslunnar af pólitískum ástæðum. Emily Thornberry úr Verkamannaflokknum hélt því fram í síðustu viku að töfin væri óréttlætanleg og sagði greinilegt að pólitískar ástæður lægju þar að baki. „Ég óttast að þetta sé vegna þess að þeir átta sig á að skýrslan muni leiða til frekari spurninga á um aðkomu Rússa varðandi Brexit og núverandi leiðtoga Íhaldsflokksins og það muni koma niður á kosningabaráttu þeirra,“ sagði hún. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, segir ákvörðun ríkisstjórnar Bretlands „skammarlega“. Breskir kjósendur eigi rétt á því að vita hvað komi fram í skýrslunni. Í viðtali við BBC sagði hún ljóst að Rússar hefðu haft umfangsmikil afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og þeir séu enn að hafa áhrif á stjórnmálin þar í landi. „Það er enginn vafi. Við vitum það í okkar landi, við höfum séð það í Evrópu og við höfum séð það hér [í Bretlandi], að sérstaklega Rússar eru ákveðnir að hafa reyna að hafa áhrif á þróun stjórnmála í vestrænum lýðræðisríkjum,“ sagði Clinton. „Ekki í okkar hag, heldur þeirra.“
Bretland Brexit Rússland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira