„Stjarnan þarf að gera breytingar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. október 2019 10:00 Stjörnumenn fagna marki í sumar. vísir/daníel Stjarnan lenti í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í ár og missti því af Evrópusæti en Stjörnumenn höfðu spilað í Evrópukeppni þrjú ár í röð. Stjarnan tapaði ekki nema fimm leikjum í sumar en gerði hins vegar átta jafntefli og þeir lentu í vandræðum með efstu þrjú liðin. Þar náðu þeir í engan sigur. Í uppgjörsþætti Pepsi Max-markanna á laugardagskvöldið var farið yfir tímabilið hjá Stjörnumönnum. „Þetta sumar hefur verið smá áfalla tímabil hjá Stjörnunni. Þórarinn Ingi Valdimarsson dettur út og Guðjón Baldvinsson dettur út í tvígang. Það hefur verið smá vesen,“ sagði Logi Ólafsson. „Eitt af því sem hefur valdið því að þeir komast ekki í Evrópukeppni er að þeir vinna ekkert af efstu þremur liðunum og tapa báðum leikjunum til KA til að mynda.“ Logi, sem stýrði Stjörnunni frá 2012 til 2013, segir að nú sé kominn tími á breytingar á leikmannahópnum hjá sínum gömlu lærisveinum. „Ég held að það séu einhhverjar breytingar í aðsigi í Garðabænum. Það verða ekki jafn miklir peningar þrátt fyrir að það séu miklir peningar í bæjarfélaginu.“ „Að mínu mati þarf að gera breytingar hjá Stjörnunni. Þeir eru í dauðafæri til að búa til gott lið til framtíðar. Þeir eru með árganga 2003 og 2004 sem eru verulega efnilegir leikmenn.“ Máni tók í sama streng og Logi. Garðbæingurinn sagði að það væri uppstokkun framundan hjá Stjörnuliðinu. „Ég held að það sé að fara eiga sér stað endurnýjun hjá Stjörnunni. Ég held að þeir séu að fara hugsa þetta upp á nýtt. Ég hef ekkert farið leynt með það að gagnrýna fótboltann sem Stjarnan hefur spilað oft á tíðum.“ Allt innslagið um Stjörnuna má sjá hér að neðan.Klippa: PMM: Stjarnan Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Stjarnan lenti í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í ár og missti því af Evrópusæti en Stjörnumenn höfðu spilað í Evrópukeppni þrjú ár í röð. Stjarnan tapaði ekki nema fimm leikjum í sumar en gerði hins vegar átta jafntefli og þeir lentu í vandræðum með efstu þrjú liðin. Þar náðu þeir í engan sigur. Í uppgjörsþætti Pepsi Max-markanna á laugardagskvöldið var farið yfir tímabilið hjá Stjörnumönnum. „Þetta sumar hefur verið smá áfalla tímabil hjá Stjörnunni. Þórarinn Ingi Valdimarsson dettur út og Guðjón Baldvinsson dettur út í tvígang. Það hefur verið smá vesen,“ sagði Logi Ólafsson. „Eitt af því sem hefur valdið því að þeir komast ekki í Evrópukeppni er að þeir vinna ekkert af efstu þremur liðunum og tapa báðum leikjunum til KA til að mynda.“ Logi, sem stýrði Stjörnunni frá 2012 til 2013, segir að nú sé kominn tími á breytingar á leikmannahópnum hjá sínum gömlu lærisveinum. „Ég held að það séu einhhverjar breytingar í aðsigi í Garðabænum. Það verða ekki jafn miklir peningar þrátt fyrir að það séu miklir peningar í bæjarfélaginu.“ „Að mínu mati þarf að gera breytingar hjá Stjörnunni. Þeir eru í dauðafæri til að búa til gott lið til framtíðar. Þeir eru með árganga 2003 og 2004 sem eru verulega efnilegir leikmenn.“ Máni tók í sama streng og Logi. Garðbæingurinn sagði að það væri uppstokkun framundan hjá Stjörnuliðinu. „Ég held að það sé að fara eiga sér stað endurnýjun hjá Stjörnunni. Ég held að þeir séu að fara hugsa þetta upp á nýtt. Ég hef ekkert farið leynt með það að gagnrýna fótboltann sem Stjarnan hefur spilað oft á tíðum.“ Allt innslagið um Stjörnuna má sjá hér að neðan.Klippa: PMM: Stjarnan
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira