Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 14:30 Michael Cohen á leið í sal stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Alex Brandon Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. Þetta mun Cohen segja í yfirlýsingu við upphaf fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hefst klukkan þrjú.Sjá einnig: „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Búast má við hörðum orðaskiptum á fundinum og þá sérstaklega því að Repúblikanar í nefndinni muni fara hart fram gegn Cohen. Sjálfur hefur Cohen sakað Trump og bandamenn hans um að ógna sér og fjölskyldu hans einnig. Hér að neðan má fylgjast með nefndarfundinum. Neðst í fréttinni má svo finna beina textalýsingu blaðamanns Vísis.Þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump, hefur verið sakaður um hótanir og um að hafa reynt að hafa áhrif á vitni með tísti sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Þar spurði Gaetz Cohen að því hvort fjölskylda hans vissi af mörgum kærustum hans, án þess þó að færa fram nokkrar sannanir fyrir því. „Hey @MichaelCohen212, vita eiginkona þín og tengdafaðir af kærustum þínum? Kannski er kvöldið góður tími til að ræða saman. Ég velti fyrir mér hvort hún verði trú þér þegar þú ert í fangelsi. Hún er að fara að komast að miklu,“ sagði Gaetz í tísti sem hann eyddi í nótt. Þegar blaðamaður Washington Post ræddi við hann eftir tístið sagðist hann ekki vera að reyna að ógna Cohen. Þess í stað væri hann að draga trúverðugleika hans í efa. Þingmenn Demókrataflokksins og lagasérfræðingar gagnrýndu Gaetz þó harðlega og sögðu tíst hans jafnvel vera lögbrot. Í kjölfarið eyddi hann tístinu og tísti aftur þar sem hann sagði mikilvægt að setja vitnisburð „lygara“ eins og Cohen í samhengi. Hann hafi ekki ætlað sér að ógna honum.
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. Þetta mun Cohen segja í yfirlýsingu við upphaf fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hefst klukkan þrjú.Sjá einnig: „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Búast má við hörðum orðaskiptum á fundinum og þá sérstaklega því að Repúblikanar í nefndinni muni fara hart fram gegn Cohen. Sjálfur hefur Cohen sakað Trump og bandamenn hans um að ógna sér og fjölskyldu hans einnig. Hér að neðan má fylgjast með nefndarfundinum. Neðst í fréttinni má svo finna beina textalýsingu blaðamanns Vísis.Þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump, hefur verið sakaður um hótanir og um að hafa reynt að hafa áhrif á vitni með tísti sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Þar spurði Gaetz Cohen að því hvort fjölskylda hans vissi af mörgum kærustum hans, án þess þó að færa fram nokkrar sannanir fyrir því. „Hey @MichaelCohen212, vita eiginkona þín og tengdafaðir af kærustum þínum? Kannski er kvöldið góður tími til að ræða saman. Ég velti fyrir mér hvort hún verði trú þér þegar þú ert í fangelsi. Hún er að fara að komast að miklu,“ sagði Gaetz í tísti sem hann eyddi í nótt. Þegar blaðamaður Washington Post ræddi við hann eftir tístið sagðist hann ekki vera að reyna að ógna Cohen. Þess í stað væri hann að draga trúverðugleika hans í efa. Þingmenn Demókrataflokksins og lagasérfræðingar gagnrýndu Gaetz þó harðlega og sögðu tíst hans jafnvel vera lögbrot. Í kjölfarið eyddi hann tístinu og tísti aftur þar sem hann sagði mikilvægt að setja vitnisburð „lygara“ eins og Cohen í samhengi. Hann hafi ekki ætlað sér að ógna honum.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30